Orlofshús

Borgarsel

Vesturland – Allt árið

  • Ein vika30.121 kr
  • Ein helgi 16.909 kr
  • Komutími 17:00
  • Brottför 12:00

Húsnæði

1 hús 50m2 3 herbergi 6 svefnpláss

Aðstaða

  • Sjónvarp
  • Gasgrill
  • Örbylgjuofn
  • Barnarúm
  • Barnastóll
  • Uppþvottavél

Lýsing

Húsið er ný uppgert og er u.þ.b. 50 fm. með þremur svefnherbergjum, stofu, borðstofu og eldhúsi. Gistirými er fyrir 6 manns, tvö herbergi innihalda tvö 80 cm rúm og þriðja herbergið inniheldur koju með tveimur 80 cm svefnplássum. Sængur og koddar eru fyrir 6 manns. Allur helsti útbúnaður fylgir, þ.e. sjónvarp, ísskápur, eldavél, uppþvottavél, örbylgjuofn og gasgrill. Einnig öll ræstiefni og áhöld.
Það er ekki heitur pottur.

Húsið stendur á  fallegum gróðursælum stað í landi Svignaskarðs í Borgarfirði með miklu útsýni vítt og breytt. Húsinu hefur verið breytt og sú breyting kemur mjög skemmtilega út. Rétt er að benda á að ekki er hitaveita í húsinu heldur rafkynding rafhitað neysluvatn svo fara verður sparlega með vatnið og alls ekki láta heita vatnið renna að óþörfu. Þó hitakútur hússins sé ríflega stór þá tæmist hann að lokum ef ekki er hugað að þessu. Svo má alltaf benda á að góðar sundlaugar eru í næsta nágrenni, bæði í Borgarnesi og á Varmalandi.

Sjá skilmála

Upplýsingar

Lyklar eru afhentir í Lyklabox – lyklanúmer kemur fram á samningi.

ATH. GÆLUDÝR ERU BÖNNUÐ.

Leiga

Vikuverð 30.121 kr. –  Helgarleiga: 3 nætur 16.909 kr.

Annað 

Húsin tilheyra orlofsbyggð Svignaskarðs og er beygt út af þjóðveg 1 við Langavatn og þar niður í orlofshúsabyggðina. Fallegt er á þessu svæði og landið kjarri vaxið. Margt fallegt er hægt að skoða allt um kring og má þá nefna Langavatn, Baulu við Bifröst og Hreðavatn en þar eru einstaklega fallegar gönguleiðir.

Um 1 klst. og 15 mín. tekur að keyra frá Reykjavík en leiðin er um 107 km.

Tenglar

www.borgarbyggd.is

Skoða á Google maps: