Orlofshús

Flúðir, Þverlág 4

Suðurland – Eingöngu sumarleiga

 • Ein vika38.449 kr
 • Ein helgi 0 kr
 • Komutími 17:00
 • Brottför 12:00

Húsnæði

2 hús 100m2 3 herbergi 7 svefnpláss

Aðstaða

 • Sjónvarp
 • Gasgrill
 • Örbylgjuofn
 • Barnarúm
 • Barnastóll
 • Uppþvottavél
 • Þvottavél
 • Þurrkari
 • Heitur pottur

Lýsing

Í sumar erum við með eitt hús á Flúðum, Þverlág 4. Svefnherbergin eru þrjú, tvíbreitt rúm í tveimur herbergjum og kojuherbergi þar sem neðri kojan er tvíbreið og efri einbreið. Rúm fyrir sjö. Sængur og koddar eru fyrir sjö manns. Þvottavél er inni á baðherbergi, einnig er útibaðherbergi með sturtu. Allur helsti útbúnaður fylgir þ.e. sjónvarp, ísskápur, eldavél, örbylgjuofn og gasgrill. Einnig öll ræstiefni og áhöld.

Sjá skilmála

Upplýsingar

Lyklabox – lyklanúmer kemur fram á samningi.

ATH. GÆLUDÝR ERU BÖNNUÐ.

Tenglar

www.fludir.is

Leiga

Vikuverð í sumar 38.449 kr.

Annað

Flúðir er þéttbýliskjarni miðsvæðis í Hrunamannahreppi og þykir þar notalegt og fagurt. Litla-Laxá rennur í gegnum þorpið og mikill jarðhiti er á svæðinu. Ylrækt er mikil og er þar mesta svepparækt landsins. Afar fjölbreytt þjónusta er í boði fyrir ferðamenn, góð hótel, önnur fjölbreytt gisting og gott tjaldsvæði. Alls konar afþreying sem tengist jarðhita stendur til boða, og á Flúðum er góð sundlaug. Stutt er í veiði í ám og vötnum. Margir sögustaðir eru í grenndinni og má þar nefna kirkjustaðinn Hruna, en hann tengist sögunni „Dansinn í Hruna“, þegar kölski sjálfur kom nýjársnótt eina, þegar heimamenn sátu að svalli og dansi í kirkjunni, og kippt henni niður í undirdjúpin.

Það eru 5 km í þjónustu á Flúðum, þar er góður golfvöllur og góð þjónusta. Fjölbreytt afþreying er í boði; sund, golf, hestaferðir, Útlaginn með lifandi tónlist og uppákomur, minjasafnið að Gröf, Gallerý Garðakúnst, fallegar gönguleiðir á fjöll og fell og stutt í þekktar náttúruperlur.

Skoða á Google maps: