Orlofshús
Heiðarbær 3 við Þingvallavatn
- Ein vika33.515 kr
- Ein helgi 18.935 kr
- Komutími 17:00
- Brottför 12:00
Húsnæði
1 hús • 100m2 • 3 herbergi • 7 svefnpláss
Aðstaða
- Sjónvarp
- Gasgrill
- Örbylgjuofn
- Uppþvottavél
- Þvottavél
- Þráðlaust net
Lýsing
Heiðarbær 3 er 100 fm íbúðarhús við vestanvert Þingvallavatn og tilheyrir bújörðinni Heiðarbæ í Þingvallasveit. Í húsinu eru 3 svefnherbergi með samtals 7 rúmstæðum, einnig eru aukadýnur til staðar. Sængur og koddar fyrir 8 manns. Forstofuherbergi með koju, neðri tvíbreið (120 cm) og efri einbreið. Í hjónaherberginu er tvíbreitt rúm (160 cm) og barnarúm. Í þriðja herberginu eru tvö einbreið rúm. Baðherbergi með sturtu og nuddbaðkari, þvottahús og búr. Stofa með sjónvarpi, tungusófa, sófaborði og borðstofuhúsgögnum. Úr stofuglugganum er frábært útsýni út á vatnið. Garður er við húsið og útgengt á pall sem snýr út að vatninu með útihúsgögnum og gasgrilli. Bílskúrinn við húsið fylgir ekki með. Öll ræstiefni og áhöld til þrifa eru til staðar. Nettenging er í húsinu og leiðbeiningar varðandi aðgang.
Gufubað með útsýni yfir Þingvallavatn.
Ath. að ekki er heitur pottur.
Upplýsingar
Lyklar eru afhentir í Lyklabox – lyklanúmer kemur fram á samningi.
ATH. GÆLUDÝR ERU BÖNNUÐ.
Tenglar:
Leiga
Vikuverð 33.515 kr. – Helgarleiga: 3 nætur 18.935 kr.
Annað
Húsið er í um 10 km fjarlægð frá Þingvöllum, þar er nóg af gönguleiðum og fræðslumiðstöð um Þingvallasvæðið. Í næsta nágrenni Heiðarbæjar er líka góður möguleiki á göngutúrum með afbragðs góðu útsýni. Hægt er að kaupa leyfi til stangveiða í Þingvallavatni (í landi Heiðarbæjar) hjá ábúendum að Heiðarbæ 1.
Næstu sundlaugar, verslun og þjónusta eru í Mosfellsbæ (ca. 25 km.) og á Laugarvatni (ca. 40 km.). Ef haldið er í austur í gegnum Þingvelli og Laugarvatn er stutt í alla helstu merkisstaði á Gullna hringnum og margt fleira áhugavert.
Skoða á google maps: