Orlofshús

Heiðarbær 3 við Þingvallavatn

Suðurland – Allt árið

  • Ein vika31.000 kr
  • Ein helgi 21.500 kr
  • Komutími 16:00
  • Brottför 12:00

Húsnæði

1 hús 100m2 3 herbergi 7 svefnpláss

Aðstaða

  • Sjónvarp
  • Gasgrill
  • Örbylgjuofn
  • Barnarúm
  • Barnastóll
  • Uppþvottavél
  • Þvottavél

Lýsing

Heiðarbær 3 er 100 fm íbúðarhús við vestanvert Þingvallavatn og tilheyrir bújörðinni Heiðarbæ í Þingvallasveit. Í húsinu eru 3 svefnherbergi með samtals 7 rúmstæðum, einnig eru aukadýnur til staðar. Sængur og koddar fyrir 10 manns. Forstofuherbergi með koju, neðri tvíbreið (120 cm) og efri einbreið. Í hjónaherberginu er tvíbreitt rúm (160 cm) og barnarúm. Í þriðja herberginu eru tvö einbreið rúm. Baðherbergi með sturtu og nuddbaðkari, þvottahús og búr. Fullbúið eldhús með borðbúnaði fyrir 12 manns, borðkróki og öllum helstu tækjum. Stofa með sjónvarpi, útvarpi, tungusófa, sófaborði og borðstofuhúsgögnum. Úr stofuglugganum er frábært útsýni út á vatnið. Garður er við húsið og útgengt á pall sem snýr út að vatninu með útihúsgögnum og gasgrilli. Bílskúrinn við húsið fylgir ekki með. Öll ræstiefni og áhöld til þrifa eru til staðar. Nettenging er í húsinu og leiðbeiningar varðandi aðgang.

Ath. að ekki er heitur pottur.

Sjá skilmála

Upplýsingar

Lyklar eru afhentir í Lyklabox – lyklanúmer kemur fram á samningi.

ATH. GÆLUDÝR ERU BÖNNUÐ.

Tenglar:

www.thingvellir.is

Leiga

Vikuverð 31.000 kr. –  Helgarleiga: 3 nætur 21.500 kr.

Annað

Húsið er í um 10 km fjarlægð frá Þingvöllum, þar er nóg af gönguleiðum og fræðslumiðstöð um Þingvallasvæðið. Í næsta nágrenni Heiðarbæjar er líka góður möguleiki á göngutúrum með afbragðs góðu útsýni. Hægt er að kaupa leyfi til stangveiða í Þingvallavatni (í landi Heiðarbæjar) hjá ábúendum að Heiðarbæ 1.

Næstu sundlaugar, verslun og þjónusta eru í Mosfellsbæ (ca. 25 km.) og á Laugarvatni (ca. 40 km.). Ef haldið er í austur í gegnum Þingvelli og Laugarvatn er stutt í alla helstu merkisstaði á Gullna hringnum og margt fleira áhugavert.

Skoða á google maps: