Orlofshús

Hólmavík

Vesturland – Allt árið

  • Ein vika28.000 kr
  • Ein helgi 18.500 kr
  • Komutími 16:00
  • Brottför 12:00

Húsnæði

1 hús 50m2 3 herbergi 8 svefnpláss

Aðstaða

  • Sjónvarp
  • Gasgrill
  • Örbylgjuofn
  • Barnarúm
  • Barnastóll
  • Þvottavél

Lýsing

Nýlegt sumarhús rétt fyrir utan Hólmavík, í göngufæri meðfram fjörunni. Húsið er 50 fm. með þremur herbergjum, tvö á neðri hæð og eitt í risi. Eldhús og stofa í einu rými á neðri hæð og setustofa með svefnsófa í risi. Baðherbergi með sturtu og þvottavél. Gistirými, er fyrir 7-8 manns, tvíbreið rúm í tveimur í herbergjunum, tvö einbreið rúm í einu herbergi og auk þess svefnsófi í stofu á efri hæð. Sængur og koddar eru fyrir 8 – 10 manns og borðbúnaður fyrir 10 -12 manns. Húsið er vel búið með öllum helsta búnaði: sjónvarp, útvarp, ísskápur, bakarofn, örbylgjuofn og þvottavél, gasgrill og útihúsgögn. Öll ræstiefni og áhöld til þrifa eru til staðar. Húsið stendur á fallegum stað niður við flæðarmálið á milli Hólmvíkur og golfvallarins. Það er hvorki heitur pottur né uppþvottavél.

Sjá skilmála

Upplýsingar

Lyklabox – lyklanúmer kemur fram á samningi.

ATH. GÆLUDÝR ERU BÖNNUÐ.

Tenglar

www.holmavik.is

Leiga

Vikuverð í sumar 28.000 kr. Helgarverð, 3 nætur 18.500 kr.

Hólmavík er stærsta kauptúnið á Ströndum og er jafnframt verslunar– og þjónustumiðstöð sýslunnar og er í sveitarfélaginu Strandabyggð. Á Hólmavík er sundlaug, íþróttahús sem oft er opið á sumrin. Golfvöllur og mörg veiðivötn í kring þar sem hægt er að kaupa veiðileyfi. Veiðikortið gildir t.d. Haukadalsvatni í Haukadal. Svo má ekki má gleyma hinu fræga galdrasafni sem þarna er og vert að skoða. Einnig er veitingastaður og kaffihús á Hólmavík. Sundlaugar í nágrenni við Hólmavík eru á Drangsnesi og í Bjarnarfirði en aðeins fjær eru Krossaneslaug og laugin á Reykjanesi í Djúpi.

Skoða á google maps: