Orlofshús

Ólafsfjörður – Túngata 17

Norðurland – Eingöngu sumarleiga

 • Ein vika30.121 kr
 • Ein helgi 0 kr
 • Komutími 17:00
 • Brottför 12:00

Húsnæði

1 hús 85m2 1 herbergi 5-6 svefnpláss

Aðstaða

 • Sjónvarp
 • Gasgrill
 • Örbylgjuofn
 • Barnarúm
 • Barnastóll
 • Þvottavél
 • Heitur pottur

Lýsing

Íbúð á neðri hæð í húsi við Túngötu 17 og er sameiginlegt anddyri með efri hæðinni. Íbúðin er 85 fm og með einu stóru herbergi með tvíbreiðu rúmi, auk þess eru tveir svefnsófar, annar í stofu og hinn inn af eldhúsi. Gistirými fyrir 5-6 manns, sængur og koddar fyrir 7 manns. Einnig er aukadýna til staðar. Fullbúið eldhús með borðbúnaði, borðkróki og öllum helstu tækjum nema uppþvottavél. Rúmgóð stofa með sjónvarpi, sófasetti, sófaborði og skenk. Útgengt á sólpall með útihúsgögnum, gasgrilli og heitum potti. Aðgangur að sameiginlegu þvottahúsi með þvottavél og þurrkara. Öll ræstiefni og áhöld til þrifa eru til staðar.

Sjá skilmála

Upplýsingar

Lyklabox er við útidyrahurð – lyklanúmer kemur fram á samningi.

ATH. GÆLUDÝR ERU BÖNNUÐ

Tenglar

www.fjallabyggd.is

Leiga

Vikuverð 30.121 kr.

Skoða Google maps: