Orlofshús

Stykkishólmur – Laufásvegur

Vesturland – Eingöngu sumarleiga

 • Ein vika30.121 kr
 • Ein helgi 16.909 kr
 • Komutími 17:00
 • Brottför 12:00

Húsnæði

1 hús 65m2 3 herbergi 5 svefnpláss

Aðstaða

 • Sjónvarp
 • Gasgrill
 • Örbylgjuofn
 • Barnarúm
 • Barnastóll
 • Uppþvottavél
 • Þráðlaust net

Lýsing

Tvær íbúðir í raðhúsalengju, Laufásvegi 21 og 23, um 65 m2 að stærð. Á neðri hæð er hjónaherbergi með tvíbreiðu rúmi, gestaherbergi með rúmi (140*200) og baðherbergi/wc með sturtu. Á efri hæð er stofa/borðstofa og eldhús í samfelldu rými svo og lítið gestaherbergi með rúmi (120*200) Gistirými, sængur og koddar eru fyrir 5. manns. Auk þess er í íbúðinni barnarúm og barnastóll. Í eldhúsinu er allur almennur borðbúnaður þar með talið eldavél með bakarofni, örbylgjuofn og uppþvottavél. Í stofu er sófi ásamt tveimur stólum, eldhúsborð með 6 stólum og sjónvarp. Út frá efri hæð eru svalir með útihúsgögnum. Nettenging er í íbúðinni.

ATH. Það er EKKI heitur pottur.

Sjá skilmála

Upplýsingar

Lyklabox – lyklanúmer kemur fram á samningi.

ATH. GÆLUDÝR ERU BÖNNUÐ

Tenglar

www.stykkisholmur.is

Leiga

Vikuverð 30.121 kr.

Annað

Stykkishólmur stendur við Breiðafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Bærinn er í tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Bærinn stendur á Þórsnesi og er bæjarstæðið einstaklega fallegt. Húsin í bænum gefa Stykkishólmi sérstakt yfirbragð, þar sem tekist hefur að varðveita gömlu bæjarmyndina. Margt skemmtilegt er til afþreyingar t.d. sundlaug og  golfvöllur. Ýmis þjónusta er á staðnum sem og veitingahús o.fl.

Skoða á google maps: