Orlofshús

Svignaskarð – 60 fm

Vesturland – Allt árið

  • Ein vika33.515 kr
  • Ein helgi 18.935 kr
  • Komutími 17:00
  • Brottför 12:00

Húsnæði

6 hús 60m2 3 herbergi 6 svefnpláss

Aðstaða

  • Sjónvarp
  • Gasgrill
  • Örbylgjuofn
  • Barnarúm
  • Barnastóll
  • Uppþvottavél
  • Þráðlaust net
  • Heitur pottur

Lýsing

Húsin eru 6 talsins og eru um 60 fm. Svefnherbergi eru þrjú, eitt hjónaherbergi og tvö herbergi með 1 1/2 breidd og koju þar fyrir ofan. Neðri kojan er 120 cm og efri koja er 80 cm í öllum húsum. Í húsum nr. 5, 6 og 7 eru tvö samliggjandi einbreið rúm (80 cm) í hjónaherbergi en í húsum nr. 23, 26 og 29 er tvínbreitt rúm (160 cm) í hjónaherbergi. Eldhús og stofa sem er í sama rýminu og baðherbergi frammi við forstofu. Garðhúsgögn og gasgrill er á pallinum. Gistirými , sængur og koddar eru fyrir sex manns. Allur helsti útbúnaður fylgir, þe.e. sjónvarp, ísskápur, eldavél, örbylgjuofn og gasgril. Einnig öll ræstiefni og áhöld.

Sjá skilmála

Upplýsingar

Lyklar eru afhentir í Lyklabox – lyklanúmer kemur fram á samningi.

Til að sjá staðsetningu á korti smellið hér. 

ATH. GÆLUDÝR ERU BÖNNUÐ

Tenglar

www.borgarbyggd.is

Leiga

Vikuverð 33.515 kr. – Helgarleiga, 3 nætur 18.935 kr.

Annað

Húsin tilheyra orlofsbyggð Svignaskarðs og er beygt út af þjóðvegi 1 við Langavatn og þar niður í orlofshúsabyggðina. Fallegt er á þessu svæði og landið kjarri vaxið. Margt fallegt er hægt að skoða allt um kring og má þá nefna Langavatn, Baulu við Bifröst og Hreðavatn en þar eru einstaklega fallegar gönguleiðir. Um 1 klst. og 15 mín. tekur að keyra frá Reykjavík en leiðin er um 107 km.

Skoða á google maps: