Orlofshús

Þingeyri – Aðalstræti 19, efri hæð

Vesturland – Eingöngu sumarleiga

  • Ein vika28.000 kr
  • Ein helgi kr
  • Komutími 12:00
  • Brottför 16:00

Húsnæði

1 hús 90m2 3 herbergi 5 svefnpláss

Aðstaða

  • Sjónvarp
  • Gasgrill
  • Örbylgjuofn
  • Barnarúm
  • Barnastóll
  • Þvottavél

Lýsing

Um er að ræða miðhæð og ris í þriggja hæða einbýlishúsi, alls 89,6 fm. Þrjú svefnherbergi eru á miðhæð, í tveimur herbergjum eru tvö einbreið rúm í hvoru og eitt einstaklingsrúm í þriðja herberginu. Samtals eru fimm svefnstæði í rúmum, öll 90 cm á breidd  og auk þess eru tvö ferðarúm til staðar. Sængur og koddar eru fyrir 7 manns. Eldhús er á miðhæð og er fullbúið með borðbúnaði fyrir a.m.k. 10 manns. Í risi er stofa með sjónvarpi, útvarpi, tveimur 3ja sæta sófum, borðstofuborði og stólum. Það eru tvö baðherbergi, annað á neðri hæð rúmgott með sturtu og hitt í risi án sturtu. Aðgangur er að þvottavél í kjallara, innangengt úr forstofu. Inngangur er á hlið hússins (hægra megin) og á bakvið húsið er pallur, gasgrill og útihúsgögn. Nettenging er í húsinu. Öll ræstiefni og áhöld til þrifa eru til staðar.

Sjá skilmála

Upplýsingar

Lyklabox – númer kemur fram á samningi.

ATH. Gæludýr eru leyfð í þessu húsi. Um er að ræða leiguhús yfir sumartímann og þar má hafa gæludýr en gæta þarf þess að þrífa vel eftir dýrin og vanda sérstaklega alla umgengni. Gæludýr mega ekki valda öðrum gestum ónæði.

Tenglar

https://www.westfjords.is/

http://thingeyri.is/

Leiga

Vikuverð 28.000 kr.

Annað

Þingeyri er einstakur staður umlukinn náttúrufegurð allt í kring. Kaldbakur hæsti tindur Vestfjarða er á þessum slóðum og er fjallaskaginn oft nefndur Vestfirsku Alparnir. Hestaleiga er í nágrenninu og áhugaverðar gönguleiðir eru um slóðir Gísla Súrssonar í Haukadal. Hægt er að skjótast í dagsferð á Látrabjarg, skoða Dynjanda og suðurfirðina eða einfaldlega ganga meðfram
fallegri ströndinni sem liggur beint á móts við þorpið hinum megin við fjörðinn.