Frá og með ágústmánuði 2024 mun ræstingarfólk fá greidda nýja,
sérstaka viðbótargreiðslu mánaðarlega, svokallaðan ræstingarauka.
Um ræstingaraukann:
- Ræstingaraukinn fyrir fullt starf (100%) er 19.500 kr.
- Ræstingaraukinn reiknast í hlutfalli við starfshlutfall.
- Dæmi: Ræstingarauki starfsfólks sem vinnur í 50% hlutastarfi verður
9.750 kr. - Ræstingaraukinn er ekki hluti af grunnlaunum og mun þar með ekki leiða til
hækkunar á tímakaupi né vaktaálagi eða yfirvinnuálagi. - Ræstingaraukinn mun birtast sem sérstök lína á launaseðli.
- Ræstingarfólk ætti að skoða laun sín og launaseðill fyrir ágúst 2024
(greidd út í byrjun september) til að sannreyna að það hafi fengið
ræstingaraukann greiddan fyrir þann mánuð.
Hér má sjá kynningarefni um helstu breytingar á kjörum ræstingarfólks með nýjum kjarasamning Eflingar við Samtök atvinnulífsins (SA):