Einungis er hægt að fylla inn í hvítu reitina.
Fyrst skaltu velja Mánaðarlaun eða Tímalaun með því að haka í reitinn.
Ef þú ert á föstum mánaðarlaunum (skv. launaseðli) skaltu velja Mánaðarlaun og fylla inn í reitinn Mánaðarlaun upphæð launa þinna.
Ef þú færð greitt fyrir fjölda tíma (skv. dagvinnutaxta á launaseðli) skaltu velja Tímalaun og fylla upphæð dagvinnutaxta inn í reitinn Dagvinnutímalaun. Svo þarf að skrá inn fjölda tíma í Samtals dagvinnustundir / tímar
Tímafjöldi kjarasamnings –
Tímafjöldi fer eftir hvaða Kjarasamning starfsgrein þín fellur undir. Sú tala er deilitala dagvinnutímakaups.
Sem dæmi: Í almennum Kjarasamning SA og Eflingar skv. gr. 1.5 er deilitalan 173,33 en í Kjarasamning SA og Eflingar vegna starfsfólks Hótel og veitingahúsa skv. gr. 1.7 er deilitalan 172. Mikilvægt er að vita hvaða kjarasamning er farið eftir.
Algengast er að tímafjöldi kjarsamnings séu 173.33 tímar.
Ef tilgreina þarf aðra prósentu Vaktaálags en gefið er upp (33%, 45%, 90%) er ýtt á örina vinstra megin við reitina og rétt prósentutala slegin inn fyrir neðan:
ATH að reiknivélin miðar við að einungis sé reiknað vaktaálagið sem leggst ofan á dagvinnulaun. Það má vera að þetta samræmist ekki við þinn launaseðil þar sem oft tíðkast að tímafjöldinn og vaktaálagið sé talið saman. Til að skýra þetta eru hér tvö dæmi þar sem tímafjöldi og upphæðir eru þær sömu en birtast öðruvísi á launaseðli:
- Vaktaálag og tímafjöldi er talið saman. T.d. undir „Vaktaálag 33%“ er það dagvinnutaxti + vaktaálag 33%:
- Vaktaálag og tímafjöldi er ekki talið saman. T.d. undir „Vaktaálag 33%“ er einungis talið vaktaálag sem leggst ofan á laun en óbreyttu dagvinnulaunin fyrir þá tíma birtast undir „Dagvinna“ sem er þá allir tímar sem var unnið:
Reiknivélin gengur út frá því að launaseðlar séu eins og dæmi 2 (vaktaálag og tímafjöldi er ekki talið saman). Ef launaseðillinn þinn er eins og dæmi 1 (vaktaálag og tímafjöldi er talið saman) þá er auðveldara að breyta því hvernig vaktaálagið er reiknað. Hægt er að smella á örina vinstra megin við reitina og rétt prósentutala slegin inn fyrir neðan:
Með því að uppfæra prósentutöluna (merkt með gulu) í 133% þá reiknast hún eins og er í dæmi 1 (vaktaálag og tímafjöldi er talinn saman).
Ef um annars konar greiðslur er að ræða (t.d. húsaleiga greidd til atvinnurekanda eða fyrirframgreidd laun) er hægt að nota reitinn Aðrar greiðslur / frádráttur. Setja þarf mínus fyrir framan töluna ef reikna á með frádrætti:
Ef þú vilt bæta við fleiri reitum fyrir Aðrar greiðslur / frádrátt getur þú ýtt á krossinn hægra megin við reitinn: