Dánarbætur

Dánarbætur greiðast dánarbúi látins sjóðfélaga en á bankareikning eftirlifandi maka, foreldris eða barns látins sjóðfélaga. 

1. Vegna félagsmanns sem var á launaskrá við andlát:

Dánarbætur virks og greiðandi sjóðfélaga:

a) Eftir 6 mánaða samfellda aðild

Heimilt er að greiða dánarbætur til dánarbús sjóðfélaga sem fellur frá í starfi, er yngri en 70 ára  og lætur eftir sig maka og börn. Eingreiddar dánarbætur til virks og greiðandi sjóðfélaga skulu eigi nema lægri fjárhæð en kr. 427.134 – og greiðist hlutfallslega miðað við starfshlutfall, enda hafi iðgjöld verið greidd í a.m.k. 6 mánuði samfellt fyrir andlát hans.

b) Eftir 4 ára samfellda aðild

Dánarbætur virks og greiðandi sjóðfélaga sem greitt hefur verið af í a.m.k. 4 ár samfellt skulu vera að hámarki kr. 533.918 – og greiðast hlutfallslega miðað við starfshlutfall. Fyrir hvern mánuð sem líður frá starfslokum til andláts sjóðfélaga samkvæmt þessum lið dragast frá kr. 16.169-, þó ekki á fyrstu 6 mánuðunum.

c) Láti sjóðfélagi ekki eftir sig maka eða börn, er heimilt að greiða með sama hætti dánarbúi dánarbætur hafi aðrir erfingjar annast útför hins látna og gengist við eignum og skuldum hans.

2. Aðrar dánarbætur – Félagsmenn hættir störfum vegna aldurs/örorku

Við andlát manns sem, sem ekki er á vinnumarkaði en var sjóðfélagi við  starfslok er stjórn sjóðsins heimilt að greiða til dánarbús hins látna hluta  dánarbóta.

Skilyrði greiðslu er að hinn látni hafi verið sjóðfélagi samfellt  síðustu  5 ár fyrir starfslok vegna aldurs/örorku, þ.e. var síðast félagsmaður Eflingar-stéttarfélags eða forvera þess.

Dánarbætur eru samkvæmt þessum lið kr. 100.000,-

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

  • Yfirlit um framvindu skipta, fæst hjá sýslumanni.
  • Umboð frá öðrum erfingjum til þess er tekur við greiðslunni ef erfingjar eru fleiri en einn.  Á þó ekki við ef viðkomandi sjóðfélagi lætur eftir sig  maka. 

Umsókn um dánarbætur

Umboð vegna dánarbóta