Útilegukortið

Sparaðu með því að nota kortið í útilegunni

Útilegu kortið er nú orðið rafrænt! En kortið sem veitir aðgang að u.þ.b. 42 tjaldsvæðum hringinn í kringum landið.

Ath. kortið virkjast næsta virka dag eftir að það er keypt.

Útilegukortið hefur verið starfrækt í þó nokkur ár og hefur sannarlega notið mikilla vinsælda og er enn í miklum vexti.

Efling er með kortið í sölu á Mínum síðum á frábæru verði, eða aðeins 15.000 kr. Fullt verð er 24.900 kr., svo félagsfólk geta sparað verulega með þessum kaupum. Félagi fær kortið sent í tölvupósti eftir að gengið hefur verið frá greiðslu. Hverjum félagsmanni býðst að kaupa 1 útilegukort á ári.

Mikil sala hefur verið á Útilegukortinu undanfarin ár og getur handhafi þess gist ásamt maka og allt að fjórum börnum undir 16 ára aldri á yfir fjórða tug tjaldsvæða allt í kringum landið.

Með Útilegukortinu má gista allt að fjórar nætur samfellt á hverju tjaldsvæði. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði og gildir kortið hámark 28 nætur í heild og gildir fyrir hjólhýsi, tjaldvagna, fellihýsi, húsbíla og venjuleg tjöld.

5 punktar fara af punktainneign félagsmanns við kaup á Útilegukortinu.

Frekari upplýsingar um kortið og tilboð á vegum þess má fá á vefsíðunni utilegukortid.is.

Réttindi til styrkja / endurgreiðslna úr orlofssjóð byggist á eftirfarandi réttindum:

  • Félagsfólk hafi greitt sl. 6 mán. samfellt og eigi punktainneign sem er til frádráttar hverju sinni.
  • Félagsfólk sem er komið á lífeyri eða örorku geta keypt allt sem tilheyrir miðasölu í 2 ár eftir starfslok (sbr. aðra sjóði) eða eiga tiltekinn punktafjölda