Þjónustusvið

Þjónustusvið Eflingar sinnir almennri móttöku erinda og afgreiðslu umsókna í sjóði félagsins, orlofs-, fræðslu og sjúkrasjóð. Starfsemi VIRK fellur einnig undir Þjónustusvið.

Fræðslusjóður

Fræðslusjóðir sem Efling á aðild að eru fjórir talsins. Starfsafl, Flóamennt, Fræðslusjóður Reykjavíkurborgar og Fræðslusjóður Kópavogsbæjar og Seltjarnanesbæjar.

Orlofssjóður

Efling á fjölda sumarhúsa víðs vegar um landið sem félagsmönnum gefst kostur að leigja allt árið um kring. Orlofssjóður býður einnig upp á kaup á gjafabréfum, veiði-og útilegukort ásamt því að bjóða upp á gisti- og ferðastyrki.

 

Sjúkrasjóður

Sjúkrasjóður styrkir sjóðfélaga sem missa vinnutekjur eða ígildi þeirra vegna sjúkdóma eða slysa með því að greiða þeim dagpeninga. Auk þess að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum er snerta öryggi og heilsufar sjóðfélaga.