Launakjör og réttindi

Almennt starfsfólk gistihúsa

Almennt starfsfólk gistihúsa arrow_forward   Hótel og veitingahús  

Önnur kjör og réttindi

Desemberuppbót

Desemberuppbót greiðist eigi síðar en 15. desember ár hver.

Þeir sem hafa verið í fullu starfi 1. desember- 30. nóvember eiga rétt á fullri uppbót eða í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Uppbótin er föst fjárhæð, orlof reiknast ekki ofan á hana.

Fullt ársstarf er m.v. 45 vikur, að orlofi frádregnu eða 1800 klst. Þeir sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða er í starfi fyrstu viku í desember eiga rétt á uppbótinni.

Desemberuppbót á að gera upp við starfslok.

Eftir eins árs starf hjá sama vinnuveitanda teljast fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlorlofs til starfstíma við útreikning desember- og orlofsuppbótar.

 • Full desemberuppbót 2020, var 94.000 kr.
 • Full desemberuppbót 2021, var 96.000 kr.
 • Full desemberuppbót 2022, var 98.000 kr.
 • Full desemberuppbót 2023, var 103.000 kr.
 • Full desemberuppbót 2024 er 106.000 kr.
 • Full desemberuppbót 2025 er 110.000 kr.
 • Full desemberuppbót 2026 er 114.000 kr.
 • Full desemberuppbót 2027 er 118.000 kr
ios_share
103.000 Full uppbót árið 2023 fyrir fulla vinnu

Fæði

Starfsfólk á rétt á fæði á vinnutíma því að kostnaðarlausu.

Ferðakostnaður

Atvinnurekandi skal greiða starfsmönnum fjárhæð sem jafngildir 2 ½ startgjaldi leigubifreiða á þeim tíma sólarhrings, sem …

Atvinnurekandi skal greiða starfsmönnum fjárhæð sem jafngildir 2 ½ startgjaldi leigubifreiða á þeim tíma sólarhrings, sem áætlunarvagnar ganga ekki.

Þó er atvinnurekanda heimilt að flytja starfsmenn á eigin kostnað, ef hann óskar þess, enda liggi fyrir reglur um akstursfyrirkomulag.

Lágmarkshvíld

Vinnutíma skal haga þannig að á hverjum sólarhring, reiknað frá byrjun vinnudags, fái starfsmaður a.m.k. 11 …

Vinnutíma skal haga þannig að á hverjum sólarhring, reiknað frá byrjun vinnudags, fái starfsmaður a.m.k. 11 klst. samfellda hvíld. Verði því við komið skal dagleg hvíld ná til tímabilsins milli kl. 23:00 og 6:00.

Óheimilt er að skipuleggja vinnu þannig að vinnutími fari umfram 13 klst.

Sé starfsmaður sérstaklega beðinn að mæta til vinnu áður en 11 klst. hvíld er náð ber honum uppbótarhvíld sem nemur 1 og 1/2 klst. fyrir hverja klst. sem hvíldin skerðist.

Starfsmaður skal hafa a.m.k. einn vikulegan frídag og skal við það miðað að vikan hefjist á mánudegi.

Neysluhlé

Starfsfólk á 8 tíma vöktum skal fá tvo kaffitíma, samtals 35 mín., sem teljast til vinnutíma.  Starfsfólk á lengri vöktum skal auk þess fá kaffitíma, sem svarar 5 mín., fyrir hverja klst., og skulu þeir teknir með einu samfelldu kaffihléi.

Orlofsuppbót

Orlofsuppbót greiðist 1. júní ár hvert.

Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu, 1. maí  – 30. apríl ár hvert, eiga rétt á fullri uppbót eða í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsuppbót er föst fjárhæð, orlof reiknast ekki ofan á hana.

Fullt ársstarf m.v. 45 vikur að orlofi frádregnu eða 1800 klst. Þeir sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða er í starfi fyrstu viku í maí eiga rétt á uppbót.

Orlofsuppbót á að gera upp við starfslok.

Eftir eins árs starf hjá sama vinnuveitanda teljast fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning desember- og orlofsuppbótar.

 • Full orlofsuppbót 2020 var 51.000 kr
 • Full orlofsuppbót 2021 er 52.000 kr
 • Full orlofsuppbót 2022 er 53.000 kr
 • Full orlofsuppbót 2023 er 56.000 kr
 • Full orlofsuppbót 2024 er 58.000 kr
 • Full orlofsuppbót 2025 er 60.000 kr
 • Full orlofsuppbót 2026 er 62.000 kr
 • Full orlofsuppbót 2027 er 64.000 kr
ios_share
56.000 kr. Full uppbót árið 2023 fyrir fulla vinnu

Orlofsréttur

Lágmarksorlof er 24 virkir dagar. Orlofslaun eru 10,17% af öllum launum. Eftir 5 ár í sama fyrirtæki …

Lágmarksorlof er 24 virkir dagar. Orlofslaun eru 10,17% af öllum launum.

 • Eftir 5 ár í sama fyrirtæki eða 10 ár í sömu starfsgrein skal starfsmaður hafa 25 daga orlof og skulu orlofslaun vera 10,64%.
 • Eftir 10 ár í sama fyrirtæki skal starfsmaður hafa 30 daga orlof og skulu orlofslaun vera 13,04%.

Orlofsréttur reiknast frá 1. maí – 30. apríl ár hvert. Sumarorlofstímabil er frá 2. maí til 30. september.

Áunninn réttur vegna starfa í sama fyrirtæki endurnýjast eftir þriggja ára starf hjá nýju fyrirtæki, enda hafi hann verið sannreyndur.

close

Eitthvað

Suspendisse non rhoncus odio. Vestibulum lacinia justo neque, ut ornare justo eleifend eget. Maecenas aliquam, lacus sed aliquet cursus, nibh lacus viverra turpis, a ultricies lectus dui in mi. Praesent in nisi ac mi pretium interdum. Pellentesque augue dui, finibus vestibulum lacinia eget, hendrerit ac lorem. Nunc dictum ante nec enim commodo, non condimentum neque laoreet. Fusce commodo lacus in quam interdum cursus.