
sjónvarp

Gasgrill

Örbylgjuöfn

Uppþvottavél

Þvottavél

Þurrkari

Barnarúm

Barnastóll
Lýsing
Íbúðin er á efri hæð að Breiðumörk 19, í sama húsi og skrifstofa Eflingar. Stigi er af jarðhæð og ekki er lyfta í húsinu. Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi, öll með tvíbreiðum rúmum, gott eldhús með borðkróki og öllum eldhúsbúnaði. Rúmgóð stofa og borðstofa í sama rými og útgengt á litlar svalir með grilli. Gott baðherbergi með stórri sturtu. Svefnstæði, sængur og koddar fyrir 6 manns og borðbúnaður fyrir 10 til 12 manns. Íbúðin er vel búin með öllum helsta búnaði, sjónvarp, útvarp, ísskápur, bakarofn, örbylgjuofn og þvottavél með þurrkara í. Íbúðin er öll nýuppgerð og allur búnaður og tæki ný. Öll ræstiefni og áhöld til þrifa eru til staðar.
Upplýsingar
- Lyklabox er við útidyrahurð – lyklanúmer kemur fram á samningi.
- GÆLUDÝR ERU BÖNNUÐ.
Tenglar
- heimasíða http://www.hveragerdi.is/
Leiga
- Vikuverð 26.000 kr. – Helgarleiga, 3 nætur 16.000 kr.
Annað
Hveragerði er í um hálftíma akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Bærinn er þekktur fyrir hverasvæði sem er í honum miðjum og svokallaðar „skáldagötur“ þar sem margir þekktustu rithöfundar landsins bjuggu á árum áður.
Fjölbreytt þjónusta er í bænum og nokkur veitingahús. Margt skemmtilegt er til afþreyingar, t.d. er landsþekkt sundlaug þar og frábær golfvöllur.