Select Page

Leikskólaliðar

Um leikskólaliða

Faghópur leikskólaliða var stofnaður í maí 2008.  Faghópurinn er opinn öllum þeim sem hafa lokið eða eru í námi leikskólaliða  og eru starfandi eftir kjarasamningum Eflingar-stéttarfélags.
Fundir eru haldnir a.m.k. tvisvar á ári, ársfundir á vorin og fræðslufundir á haustin.
Leikskólaliðar innan Eflingar-stéttarfélags eru nú um 150 manns og tæplega 50 eru í leikskólaliðanámi.  Stærsti hópurinn starfar á leikskólum Reykjavíkurborgar en einnig starfar þó nokkuð stór hópur hjá einkareknum leikskólum.
Flestir leikskólaliðar Eflingar hafa útskrifast frá Mími símenntun en einnig hefur ákveðinn hópur útskrifast úr Borgarholtsskóla.
Þá býður Mímir í samvinnu við Eflingu, framhaldsnám um börn með sérþarfir.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere