Páskar
Páskatímabilið 2026 er frá 1. apríl – 8. apríl. Aðeins er í boði vikuleiga, frá miðvikudegi til miðvikudags.
Umsóknartímabil fyrir sumarhús yfir páskana hefst 15. janúar og lýkur 22. janúar. Umsóknir verða opnar á mínum síðum á þessu tímabili. Umsóknardagurinn skiptir ekki máli, þar sem úthlutun fer fram samkvæmt punktakerfi. Umsóknir eru metnar með sérstæðu punktakerfi sem byggir á því hversu lengi félagsmaður hefur greitt iðgjöld til félagsins. Úthlutun hefst 26. janúar, félagsfólk fær sms, og greiðslufrestur er til og með 2. febrúar.
Daginn eftir, 3. febrúar kl. 8:00, opnast bókunarvefurinn fyrir alla félagsmenn, sem eiga punkta til að bóka þau hús sem enn eru laus yfir páskana.
| Páskaúthlutun | 2026 |
| Umsóknartímabil hefst | 15. janúar kl 8:00 |
| Umsóknartímabil lýkur | 22. janúar kl 23:59 |
| Úthlutun | 26. janúar |
| Greiðslufrestur | 2. febrúar |
| Opið fyrir bókanir | 3. febrúar |
Sumar
Útleigutímabilið sumarið 2026 er frá 28. maí til 28. ágúst aðeins vikuleiga er í boði ýmist frá fimmtudegi til fimmtudags eða föstudegi til föstudags, eftir svæðum.
Umsóknartímabil fyrir sumarleigu 2026 er frá 11.febrúar. – 11. mars og hægt er að fylla út umsóknir á mínum síðum á þessu tímabili. Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi. Allir félagsmenn geta sótt um, það er eingöngu punktastaða umsækjenda sem ræður niðurstöðu úthlutunar. Niðurstöður úthlutunar verða senda sendar í sms og greiðslufrestur til og með 20.mars. Eftir það verður önnur úthlutun fyrir félagsfólk með yfir 100 punkta. bókunarvefurinn opnar svo fyrir alla þá sem hafa réttindi til að bóka laus hús yfir sumarið þann 30.mars.
Athugið að þegar sótt er um í úthlutun á bókunarvef Eflingar inni á Mínum síðum, skal velja „orlofssjóður“ og svo „sækja um“.
Þegar orlofshús er bókað beint eftir að úthlutun er lokið, „í fyrstur kemur fyrstur fær“, þá skal velja bóka og ganga strax frá greiðslu.
Fyrir nánari upplýsingar og aðstoð skal hafa samband við skrifstofu eða senda tölvupóst á orlof@efling.is
| Sumarúthlutun | 2026 |
| Umsóknartímabil hefst | 11.febrúar kl 8:00 |
| Umsóknartímabil lýkur | 11.mars kl 23:59 |
| Úthlutun | 12.mars |
| Greiðslufrestur | 20.mars |
| Önnur úthlutun fyrir félagsmenn með yfir 100 punkta | 20.mars |
| Opið fyrir bókanir félagsfólks með næga punkta | 30.mars kl 8:00 |
Haust og vetur
Sumarhúsin eru afar vinsæl yfir vetrartímann, sérstaklega hús sem eru í stuttri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Yfir helgar er oftast fullbókað um það bil einum mánuði fyrirfram, þannig að mikilvægt er að bóka tímanlega til að tryggja sér dvalarhelgi sem hentar. Vetrartímabilið er frá 29. ágúst 2025 til 29. maí 2026. Á því tímabili er hægt að bóka bæði helgar- og vikuleigur.
Hins vegar eru einungis vikuleigur í boði yfir hátíðarnar, þ.e. um jól og áramót, og einnig um páska. Jóla- og áramótavikurnar í ár eru 21.12.2026–28.12.2026 og 28.12.2025–04.01.2027. Bókanir fyrir jól og áramót opna 11. september kl. 08:00. Þá er aðeins hægt að velja annað hvort jóla- eða áramótarviku.
Athugið breyttar reglur frá og með 1.nóvember 2023.
Punktar eru teknir af félagsfólki í vetrarleigu.
Einnig verður sú breyting gerð, að leigutakar verða eiga punkta fyrir leigu til að geta leigt.
Félagsmaður getur Ekki leigt hús með mínus punktastöðu.
| Vetrarúthlutun | 2026-2027 |
| Opnun vetrarbókana | 18. ágúst kl 8:00 |
| Opnun bókana um jól og áramót | 11. sept kl 8:00 |
| Opnun bókana eftir áramót | 2. nóv. kl 8:00 |