Umsóknir og úthlutun orlofshúsa

Haust og vetur

Mikil aðsókn er í húsin yfir vetrartímann, sérstaklega í hús sem er stutt frá höfuðborgarsvæðinu.
Það er venjulega fullbókað um helgar u.þ.b. mánuð fram í tímann, þannig að nauðsynlegt er að
bóka tímanlega til að fá bústað á þeim tíma sem hentar.


Vetrartímabilið er frá 30.ágúst 2024 til 30.maí 2025. Þá er hægt að bóka bæði helgar- og
vikuleigu
. Þó er aðeins vikuleiga í boði yfir hátíðarnar, þ.e. jól og áramót, og svo páska. Jóla- og
áramótavikurnar í ár eru annars vegar 20.12- 27.12.2024 og hins vegar 27.12.2024 – 03.01.2025.
Bókanir fyrir jól og áramót hefjast 13. september kl 9:00. Aðeins er hægt að velja annað hvort jóla
eða áramótaviku.

Athugið breyttar reglur.

Punktar verða teknir af félagsfólki í vetrarleigu frá og með 1. nóvember 2023

Einnig verður sú breyting gerð, að leigutakar verða eiga punkta fyrir leigu til að geta leigt.

Félagsmaður getur Ekki leigt hús með mínus punktastöðu.

Vetrarúthlutun2024-2025
Opnun vetrarbókana14. ágúst kl 9:00
Opnun bókana um jól og áramót13. sept 9:00
Opnun bókana eftir áramót1. nóv. kl 9:00

Páskar

Útleigutímabilið yfir páskana 2024 er frá 27. mars – 3. apríl, frá miðvikudegi til miðvikudags og aðeins er hægt að sækja um vikuleigu.

Umsóknartímabil er 15. – 28. janúar og verður opið fyrir umsóknir á bókunarvefnum á þessu tímabili. Úthlutað verður 5. febrúar samkvæmt punktakerfi. Athugið að ekki skiptir máli hvenær á umsóknartímabilinu sótt er um, kerfið raðar umsóknum eingöngu eftir punktastöðu félagsmanna. Niðurstöður úthlutunar verða senda sendar í tölvupósti og greiðslufrestur er til og með 20. febrúar. Eftir það opnast bókunarvefurinn þann 21. febrúar kl. 9:00 fyrir alla félagsmenn með réttindi til að bóka laus sem eftir eru um páskana.

Páskaúthlutun2024
Umsóknartímabil hefst15. janúar
Umsóknartímabil lýkur28. janúar
Úthlutun5. febrúar
Greiðslufrestur20. febrúar
Opið fyrir bókanir 21. febrúar

Sumar

Útleigutímabilið sumarið 2024 er frá 31. maí til 30. ágúst og aðeins vikuleiga í boði frá föstudegi til föstudags.

Umsóknartímabil fyrir sumarleigu 2024 er frá 1. – 20. mars og hægt er að fylla út umsóknir á bókunarvefnum á þessu tímabili. Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi. Allir félagsmenn geta sótt um, það er eingöngu punktastaða umsækjenda sem ræður niðurstöðu úthlutunar. Svör verða send í tölvupósti. Eftir það opnast bókunarvefurinn í tveimur skrefum til að bóka laus hús yfir sumarið.

Opnunarskref í „fyrstur nær fyrstur fær“:

  • Fyrir félagsmenn sem eiga 100 punkta og yfir.
  • Viku síðar fyrir alla félagsmenn óháð punktastöðu til að bóka það sem enn er laust yfir sumarið.

Athugið að þegar sótt er um í úthlutun á bókunarvef Eflingar inni á Mínum síðum, skal velja „orlofshús“ og svo „umsókn“.

Þegar orlofshús er bókað beint eftir að úthlutun er lokið, „í fyrstur nær fyrstur fær“, þá skal velja bóka og ganga strax frá greiðslu.

Fyrir nánari upplýsingar og aðstoð skal hafa samband við skrifstofu eða senda tölvupóst á orlof@efling.is

Sumarúthlutun2024
Umsóknartímabil hefst1.mars
Umsóknartímabil lýkur20.mars
Úthlutun27.mars
Greiðslufrestur3.apríl
Opið fyrir bókanir félagsfólks með næga punkta16.apríl