Umsókn
Ferðastyrkir
Sækja um
Smelltu á hnappinn til að sækja um á mínum síðum
Lýsing
Ferðastyrkir eru mismunandi eftir því hvort félagsmenn vinna hjá einkafyrirtækjum og sækja um úr fræðslusjóði Starfsafls eða starfa hjá hinu opinbera og sækja um úr opinberu sjóðunum.
Ferðakostnaður telst til einstaklingsstyrks og fellur undir reglur þar um. Í því felst að hámarksgreiðsla á ári er kr. 130.000,- fyrir starfstengt nám, námskeið eða ráðstefnu og kostnað vegna ferðar samanlagt.
Hjá Starfsafli er hámarksferðakostnaður vegna ferðar erlendis í tengslum við starfstengt nám, námskeið eða ráðstefnu 40.000 kr. á ári en að hámarki 50% af reikningi. Einungis er greitt vegna flugs en ekki gistingu, rútu, leigubíla eða annars. Ef félagsmaður ber sjálfur kostnað vegna dagskrár getur hann sótt um styrk fyrir henni, annars ekki.
Hjá hinu opinbera er fyrsta skrefið að yfirmenn sæki um ferðastyrki fyrir starfstengdar námsferðir erlendis fyrir hönd starfsfólks síns. Hámarkskostnaður af slíkum ferðum, sem skipulagðar eru af stofnun til kynningar á starfsemi annarra, er 130.000 kr á ári ef félagsmaður á full réttindi í sjóðnum. Annars í hlutfalli við vinnu sl. 12 mánuði. Styrkurinn er veittur á 3 ára fresti.
Vegna starfstengdra námsferða innanlands er veittur styrkur að hámarki 35.000 kr., ef félagsmaður á full réttindi í sjóðnum, þó ekki meira en sem nemur kostnaði. Annars í hlutfalli við vinnu sl. 12 mánuði. Styrkurinn er veittur á 2 ára fresti.
Greitt er fyrir flug og gistingu. Ekki er greitt vegna kostnaðar við dagskrá til einstaklinga, stofnunin sækir sjálf um endurgreiðslu vegna hans.
Sótt er um einstaklingsstyrk í gegnum Mínar síður en með umsókn þarf að fylgja afrit af farseðlum og greiðslukvittanir fyrir ferða- og gistikostnaði.
Algengt er að starfsfólk vilji vita hversu mikil réttindi þau eiga til einstaklingsstyrks. Til að einfalda það ferli getur skipuleggjandi sent lista yfir félaga Eflingar, nöfn og kennitölur og fengið upp rétt alls starfsfólksins í einu. Póstur skal sendur á fraedslusjodur@efling.is.
Eftir ferðina getur stofnunin eða starfsstaðurinn sótt um styrk vegna útlagðs kostnaðar vegna fræðslu í ferðinni. Til að sækja um endurgreiðslu á þeim útlagða kostnaði þarf að fylla út umsókn hér (https://www.efling.is/efling-og-stofnanastyrkir/). Reikningur þarf að fylgja með umsókn sem og lýsing á fræðslu, kvittun og þátttökulisti.
Fræðslustyrkur er 130.000 kr á ári, inni í honum er ferðastyrkur.
Skilyrði
Hjá Starfsafli þarf að fylgja með umsókn staðfesting á námi, námskeiði eða ráðstefnu, sem sótt er og greitt er fyrir af félagsmanni.
Að öðru leyti gilda reglur um einstaklingsstyrki og skil á gögnum.
Með umsókn hjá hinu opinbera þarf að fylgja markmið og mat yfirmanns á því hvernig ferðin mun nýtast í starfi, staðfesting móttökuaðila og afrit af ferðagögnum.
- Greinagerð frá yfirmanni um tilgang og markmið ferðar. – sjá dæmi um fullnægjandi greinargerð
- Dagskrá ferðar sem er í samræmi við starfsáæltun og markmið vinnustaðarins. Dagskáin sé tímasett fyrir og eftir hádegi með lýsingu á hvað skal gera og hver sé tilgangurinn með viðburðinum (t.d. heimsókninni, ráðstefnunni, námskeiðinu) – sjá dæmi um fullnægjandi dagskrá – sjá dæmi um ófullnægjandi dagskrá
- Staðfesting móttökuaðila – sjá dæmi um staðfestingu frá móttökuaðila
- Afrit af farseðlum, greiðslukvittanir fyrir ferða- og gistikostnaði