Umsókn

Fræðslustyrkir til opinberra stofnana

Náms- og fræðslustyrkir

Sækja um

Smelltu á hnappinn til að sækja um

Lýsing

Sjóðir fyrir þá sem vinna á opinberum vinnumarkaði, hjá ríkinu, hjúkrunarheimilum, Reykjavíkurborg og, Kópavogsbæ og Seltjarnarnesi eru þrír: Flóamennt, starfsmenntasjóður Reykjavíkurborgar og fræðslusjóður Kópavogsbæs og Seltjarnarness.

Hægt er að sækja um styrki til námskeiðahalds eða annarar fræðslustarfsemi.

Flóamennt

Úthlutunarreglur

Stjórnendur hjá stofnunum og fyrirtækjum sem eiga aðild að sjóðnum geta sótt um styrki úr sjóðnum.
a. Veittir eru styrkir til fræðsluverkefna á sviði starfsmenntunar, endur- og símenntunar sem eru í samræmi við markmið sjóðsins til stofnana og fyrirtækja sem í sjóðinn greiða.
b. Veittir eru styrkir í verkefni sem aðilar semja um í kjarasamningum.

2. Fylla þarf út umsóknareyðublað og senda til Eflingar – stéttarfélags. Með umsókn þarf að fylgja lýsing á náminu/verkefninu, skipulagi þess og markmiðum, áætluðum kostnaði og fjölda þátttakenda, öðrum styrkjum og mótframlagi umsækjanda.

3. Umsóknir sem berast fyrir 20. hvers mánaðar eru afgreiddar fyrir 1. næsta
mánaðar á eftir. Uppgjör fer fram þegar námi er lokið og staðfesting á kostnaði og þátttöku hefur verið lögð fram ásamt stuttri greinargerð um framgang námsins. Tilgreina þarf nöfn og kennitölur þeirra félagsmanna sem hafa nýtt sér námið áður en styrkur er greiddur.

-Ekki mega líða meira en 12 mánuðir frá því að námi lýkur þar til að sótt er um
endurgreiðslu.

Uppgjör skal alla jafna fara fram innan 12 mánaða frá styrkveitingu.

-Tekið er við umsóknum til og með 20. hvers mánaðar og greitt er út fyrsta virka dag í
mánuði. Greitt er inn á bankareikning viðkomandi.

Reglur um styrki vegna eigin fræðslu stofnana

Heimilt er að styrkja innri fræðslu fyrirtækja samkvæmt eftirfarandi reglum:

Gildistími: 1.01.2019-31.12.2019.

Ath. samningur er gerður fyrirfram, áður en fræðsla hefst. Vinsamlegast hafið samband við fraedslusjodur@efling.is 

1. Gerður er sérstakur samningur við stofnunina um styrkveitingarnar og hann borinn undir stjórn Flóamenntar til samþykktar. Styrkur miðast eingöngu við þá starfsmenn (nemendur) stofnananna sem eru félagsmenn stéttarfélaga sem aðild eiga að sjóðunum. Styrkur greiðist að jafnaði út að loknu fræðslutímabili sem tilgreint er í samningi. Samningur er gerður fyrirfram (áður en fræðsla hefst).

2. Styrkur miðast við hverja kennda klukkustund starfstengds námskeiðs, hámark 7.500 kr. á námskeiðsklukkustund. Inni í því verði er þóknun fyrir undirbúning.

3. Upphæð styrkja er að hámarki kr. 15.000 á félagsmann / almanaksár. Dæmi: stofnun með 30 félagsmenn getur að hámarki fengið kr. 450.000 á hverju almanaksári.

4. Ekki eru styrktar námskeiðsstundir sem hafa færri en 5 námsmenn.

5. Stofnunin sendir inn formlega dagskrá námskeiðs/-a með dags- og tímasetningum og er hún hluti samnings. Tilkynna skal Flóamennt um breytingar á dagskrá.

6. Krafist er viðverulista námsmanna sem er vottaður af kennara/leiðbeinanda fyrirtækisins áður en styrkur er greiddur út.

7. Flóamennt áskilur sér rétt til úttektar/heimsókna á meðan á námskeiði/-um stendur.

8. Hvorki er greiddur kostnaður vegna leigu á sal (námskeiðsaðstöðu) né vegna veitinga.

9. Styrkveitandi styrkir námsgögn um kr. 350 á hvern námsmann / námskeið enda fari heildarupphæð styrks ekki yfir hámark sbr. lið 3.

10. Að öðru leyti gilda sömu reglur og fyrir styrki Flóamenntar í annað starfsnám sem fyrirtæki halda (með utanaðkomandi fræðsluaðila) hvað varðar umsóknir o.fl.

Reglur þessar tóku gildi 1. júní 2017 og eru ekki tæmandi. Stjórn Flóamenntar áskilur sér rétt til að bæta inn í samningsdrög aðra fyrirvara og ákvæði ef sjóðurinn telur þörf á því.

Reykjavíkurborg

Úthlutunarreglur

1. Stjórnendur hjá stofnunum og fyrirtækjum Reykjavíkurborgar geta sótt um styrki úr sjóðnum. Styrkir eru veittir til Reykjavíkurborgar, einstakra sviða eða vinnustaða.
a. Styrkir eru veittir til skipulagðrar fræðslu á vegum Reykjavíkurborgar sem varða
starfsmenn borgarinnar og er með tilvísun í starfsáætlun.
b. Styrkir eru veittir til skipulagðrar fræðslu á vegum einstakra sviða sem varða starfsmenn þeirra og er með tilvísun í starfsáætlun.
c. Styrkir eru veittir til skipulagðrar fræðslu á vegum einstakra vinnustaða sem varða flesta starfsmenn þeirra eða starfsmannahópa og er í samræmi við stefnu og megináherslur vinnustaðarins.

2. Fylla þarf út umsóknareyðublað og senda til Eflingar – stéttarfélags. Með umsókn þarf að fylgja lýsing á náminu/verkefninu, skipulagi þess og markmiðum, áætluðum kostnaði og fjölda þátttakenda, öðrum styrkjum og mótframlagi umsækjanda.

3. Umsóknir sem berast fyrir 20. hvers mánaðar eru afgreiddar fyrir 1. næsta mánaðar á eftir. Uppgjör fer fram þegar námi er lokið og staðfesting á kostnaði og þátttöku hefur verið lögð fram ásamt stuttri greinargerð um framgang námsins. Tilgreina þarf nöfn og kennitölur þeirra félagsmanna sem hafa nýtt sér námið áður en styrkur er greiddur.

4. Sömu viðmið gilda um aðra atvinnurekendur sem greiða til sjóðsins.

-Ekki mega líða meira en 12 mánuðir frá því að námi lýkur þar til að sótt er um endurgreiðslu.

Uppgjör skal alla jafna fara fram innan 12 mánaða frá styrkveitingu.

-Tekið er við umsóknum til og með 20. hvers mánaðar og greitt er út fyrsta virka dag í mánuði. Greitt er inn á bankareikning viðkomandi.

Reglur um styrki vegna eigin fræðslu stofnana

Heimilt er að styrkja innri fræðslu stofnana samkvæmt eftirfarandi reglum:

Gildistími: 1.01.2019-31.12.2019.

Ath. samningur er gerður fyrirfram, áður en fræðsla hefst. Vinsamlegast hafið samband við efling@efling.is 

1. Gerður er sérstakur samningur við stofnunina um styrkveitingarnar og hann borinn undir stjórn starfsmenntasjóðs Eflingar og Reykjavíkurborgar til samþykktar. Styrkur miðast eingöngu við þá starfsmenn (nemendur) stofnananna sem eru félagsmenn Eflingar-stéttarfélags sem á aðild að sjóðunum. Styrkur greiðist að jafnaði út að loknu fræðslutímabili sem tilgreint er í samningi. Samningur er gerður fyrirfram (áður en fræðsla hefst).

2. Styrkur miðast við hverja kennda klukkustund starfstengds námskeiðs, hámark 7.500 kr. pr námskeiðsklukkustund. Inni í því verði er þóknun fyrir undirbúning.

3. Upphæð styrkja er að hámarki kr. 15.000 á félagsmann / almanaksár. Dæmi: stofnun með 30 félagsmenn getur að hámarki fengið kr. 450.000 kr. á hverju almanaksári.

4. Ekki eru styrktar námskeiðsstundir sem hafa færri en 5 námsmenn.

5. Stofnunin sendir inn formlega dagskrá námskeiðs/-a með dags- og tímasetningum og er hún hluti samnings. Tilkynna skal sjóðnum um breytingar á dagskrá.

6. Krafist er viðverulista námsmanna sem er vottaður af kennara/leiðbeinanda fyrirtækisins áður en styrkur er greiddur út.

7. Starfsmenntasjóðurinn áskilur sér rétt til úttektar/heimsókna á meðan á námskeiði/-um stendur.

8. Hvorki er greiddur kostnaður vegna leigu á sal (námskeiðsaðstöðu) né vegna veitinga.

9. Styrkveitandi styrkir námsgögn um kr. 350 á hvern námsmann / námskeið, enda fari heildarupphæð styrks ekki yfir hámark sbr. lið 3.

10. Að öðru leyti gilda sömu reglur og fyrir styrki starfsmenntasjóðsins í annað starfsnám sem stofnanir halda (með utanaðkomandi fræðsluaðila) hvað varðar umsóknir o.fl.

Reglur þessar tóku gildi 1. júní 2017 og eru ekki tæmandi. Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að bæta inn í samningsdrög aðra fyrirvara og ákvæði ef sjóðurinn telur þörf á því.

Þarfagreining fræðslu – reglur um styrki

Hvað er styrkt?
Utanaðkomandi aðstoð fagaðila við þarfagreiningu á fræðslu. Með þarfagreiningu er átt við ítarlega greiningu á fræðsluþörfum starfsmannahópa, deilda eða starfsstöðva. Með greiningu skal fylgja fræðslu og kostnaðaráætlun ásamt tillögu að fræðsluaðilum til að mæta niðurstöðum þarfagreiningar.

Sækja þarf um styrk áður en farið er af stað í verkefnið og skal verkefni hefjast innan við 12 mánuðum eftir að umsókn er samþykkt.

Hverjir geta sótt um styrk?
Styrkir eru veittir til vinnustaða. Nauðsynlegt er að sótt sé um styrk með stuðningi stjórnenda stofnunar og mannauðsdeildar þar sem við á.

Aðeins er veittur einn styrkur til þarfagreiningar nema miklar breytingar hafi átt sér stað á starfsstaðnum sem krefst annarrar þarfagreiningar.

Vinnustaður sem sækir um styrk er skuldbundinn til að fylgja eftir fræðsluáætlun.
Upphæð styrkja
Upphæð styrkja er 50.000 krónur fyrir hvern félagsmann sem tekur þátt í verkefninu. Styrkur er að hámarki 1.000.000 kr. þó ekki hærri en sem nemur kostnaði við verkefnið. Nauðsynlegt er að allur starfsmannahópurinn, deild eða starfsstöð taki þátt í verkefninu svo það sé styrkt.

Hvað þarf að fylgja umsókn?
Til þess að umsókn er talin gild þarf að fylgja með:
• Upplýsingar um ábyrgðaraðila verkefnis hjá starfsstað
• Samþykki stjórnar og mannauðsdeildar þar sem við á
• Greinargerð með markmiðum stofnunarinnar og tilgang með verkefninu
• Fjöldi starfsmanna á starfsstaðnum eða starfshópnum
• Fjöldi félagsmanna í Eflingu
• Upplýsingar um aðila sem mun koma að þarfagreiningu
• Áætlaður kostnaður verkefnis

Styrkur er greiddur út við lok verkefnis. Með reikningi skal fylgja afrit af fræðsluáætlun.

Kópavogsbær og Seltjarnarnes

Fræðslustjóri að láni – verklagsreglur

1. Samþykkt verkefna
a) Stjórn starfsmenntasjóðs Eflingar, Kópavogs og Seltjarnarnes samþykkir þau verkefni, sem farið er í. Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að hafna verkefnum.

2. Almennar reglur
a) Stjórn sjóðsins setur sér reglu um hámarkstímafjölda verkefnis, viðmið er 80 klst.
b) Innifalið í tímafjölda er öll vinna ráðgjafa, undirbúningur, gagnaöflun, fundir með stjórnendum og starfsmönnum, gerð skýrslu/fræðsluáætlunar og kynning niðurstaðna.

3. Ferðakostnaður og annar kostnaður
Ferðakostnaður og annar kostnaður ráðgjafa er aðeins greiddur, ef hann hefur verið samþykktur fyrirfram af stjórn sjóðsins.

4. Skýrslur
a) Ráðgjafi skal skila skýrslu og símenntunaráætlun við lok verkefnisins.

5. Eftirfylgni
a) Ráðgjafi hefur samband við stofnunina eftir 6 mánuði til að athuga hvernig verkefnið hefur gengið.
b) Samkvæmt ábendingum frá stjórn sjóðsins skal ráðgjafinn minna stofnanir á þann möguleika að sækja um styrk til starfsmenntasjóðs Eflingar, Kópavogs og Seltjarnarness vegna námskeiða sem stofnunin heldur fyrir starfsfólk.

6. Endurskoðun
Reglur þessar endurskoðast eftir þörfum

Styrkir vegna eigin fræðslu stofnana

Heimilt er að styrkja innri fræðslu stofnana samkvæmt eftirfarandi reglum gildistími: 01.01.2019-31.12.2019.

  1. Gerður er sérstakur samningur við stofnunina um styrkveitingarnar og hann borinn undir stjórn starfsmenntasjóðs Eflingar, Kópavogs og Seltjarnarness til samþykktar. Styrkur miðast eingöngu við þá starfsmenn (nemendur) stofnananna sem eru félagsmenn stéttarfélaga sem aðild eiga að sjóðunum. Styrkur greiðist að jafnaði út að loknu fræðslutímabili sem tilgreint er í samningi. Samningur er gerður fyrirfram (áður en fræðsla hefst).
  2. Styrkur miðast við hverja kennda klukkustund starfstengds námskeiðs, hámark 7.500 kr. pr námskeiðsklukkustund. Inni í því verði er þóknun fyrir undirbúning.
  3. Upphæð styrkja er að hámarki kr. 15.000 á félagsmann / almanaksár. Dæmi: stofnun með 30 félagsmenn getur að hámarki fengið kr. 450.000 á hverju almanaksári.
  4. Ekki eru styrktar námskeiðsstundir sem hafa færri en 5 námsmenn.
  5. Stofnunin sendir inn formlega dagskrá námskeiðs/a með dags- og tímasetningum og er hún hluti samnings. Tilkynna skal starfsmenntasjóðnum um breytingar á dagskrá.
  6. Krafist er viðverulista námsmanna sem er vottaður af kennara/leiðbeinanda stofnunarinnar áður en styrkur er greiddur út.
  7. Starfsmenntasjóðurinn áskilur sér rétt til úttektar/heimsókna á meðan á námskeiði/-um stendur.
  8. Ekki er greiddur kostnaður vegna leigu á sal (námskeiðsaðstöðu) né vegna veitinga.
  9. Styrkveitandi styrkir námsgögn um kr 350 á hvern námsmann / námskeið enda fari heildarupphæð styrks ekki yfir hámark sbr. lið 3.
  10. Að öðru leyti gilda sömu reglur og fyrir styrki starfsmenntasjóðsins í annað starfsnám sem fyrirtæki halda (með utanaðkomandi fræðsluaðila) hvað varðar umsóknir o.fl.
  11. Reglur þessar tóku gildi 1. október 2017 og eru ekki tæmandi. Stjórn starfsmenntasjóðsins áskilur sér rétt til að bæta inn í samningsdrög aðra fyrirvara og ákvæði ef sjóðurinn telur þörf á því.

Skilyrði

Til skipuleggjenda náms- og kynnisferða erlendis

Eftirfarandi leiðbeiningar eru gerðar fyrir skipuleggjendur náms- og kynnisferða opinberra stofnanna og starfsstaða.

Fyrsta sem þarf að gera er að senda eftirfarandi gögn til fraedslusjodur@efling.is. Stjórn viðkomandi fræðslusjóðs mun taka gögnin fyrir og samþykkja umsókn eða kalla eftir frekari gögnum. Umsækjandi fær tilkynningu í tölvupósti um hvort umsókn sé samþykkt.

  1. Greinagerð frá yfirmanni um tilgang og markmið ferðar
  2. Dagskrá ferðar sem er í samræmi við starfsáætlun og markmið vinnustaðarins. Fræðsludagskrá ferðarinnar þarf að spanna að minnsta kosti 2 daga og vera að lágmarki 10 klukkutímar. Dagskrá þarf að fylgja lýsing á hvað skal gera og hver er tilgangur hvers viðburðar.
  3. Staðfesting móttökuaðila.

Eftir að gögn tengd ferðinni hafa verið samþykkt af stjórn fræðslusjóðs geta félagsmenn Eflingar, hver fyrir sig, byrjað að sækja um styrki vegna ferða- og gistikostnaðar sem er greiddur af einstaklingsstyrk.

Hér má sjá upplýsingar um ferðastyrki til einstaklinga vegna náms- og kynnisferða