Upplýsingar um greiðslu á leigu á orlofshúsi

Vefbókun:

Þegar orlofshús er bókað beint á bókunarvefnum þarf að ganga þar frá greiðslu strax með greiðslukorti. Athugið að ef greiðslan fer ekki í gegn innan klukkustundar þá fellur bókunin niður. Þegar greiðslan hefur farið í gegn er leigusamningur aðgengilegur inn á bókunarvefnum, undir „bókunarsaga.“

Bókað á skrifstofu:

Ef hús er bókað í gegnum skrifstofu þarf að ganga frá greiðslu innan þriggja daga eftir að pantað er og er hægt að greiða með tvenns konar hætti:

  • Inn á bókunarvefnum, undir „bókunarsaga“ með því að smella á bókunina og ganga frá greiðslu með greiðslukorti.
  • Með millifærslu og þá verður kennitala leigutaka að koma fram (þ.e. ef greiðandi er annar en leigutaki). Bankaupplýsingar: 0117-26-000028, kt. 701298-2259. Leigusamningur er þá sendur til leigutaka í bréfpósti eða með tölvupósti ef óskað er.

Hægt er að nálgast leigusamninginn inn á bókunarvefnum undir „bókunarsaga“.