Upplýsingar um greiðslu á leigu á orlofshúsi

Vefbókun:

Þegar orlofshús er bókað beint á bókunarvefnum þarf að ganga þar frá greiðslu strax með greiðslukorti. Athugið að ef greiðslan fer ekki í gegn innan klukkustundar þá fellur bókunin niður. Þegar greiðslan hefur farið í gegn er leigusamningur aðgengilegur inn á bókunarvefnum, undir „bókunarsaga.“

Bókað á skrifstofu:

Ef hús er bókað í gegnum skrifstofu þarf að ganga frá greiðslu innan þriggja daga eftir að pantað er og er þá krafa send í heimabanka

  • Til að bóka sjálfur þarf að fara inn á mitt.efling.is og þar undir Orlofskerfi. Þar er hægt að bóka og ganga frá greiðslu með kredit eða debetkorti.

Hægt er að nálgast leigusamninginn inn á Mínum síðum undir „Síðustu hreyfingar“