Út er komið nýtt hefti af Kjarafréttum Eflingar sem fjallar um afleita stöðu leigjenda.
Talað hefur verið um að æskilegt sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum. Meðaltal þessa hlutfalls fyrir alla leigjendur er hins vegar 45% og stórir hópar fara upp í 70%.
Í nýútgefnu 6. tölublaði af Kjarafréttum Eflingar er dregin upp mynd af þessu ófremdarástandi.
Umfjallanir í fjölmiðlum um efni tölublaðsins:
- „Kalla eftir verulegri hækkun húsaleigubóta í aðdraganda fyrirséðra leiguhækkana“ – vefur Kjarnans 9. maí 2022.
- „Fyrirséð að hækkun leigu verði kröftug“ – Mbl.is 9. maí 2022.
- „Ófremdarástand á leigumarkaði“ – vefur Fréttablaðsins 9. maí 2022.
- „Segir frumvarp um þak á leiguverð hafa verið sett á salt“ – Vísir.is 9. maí 2022.