14. des Kl — 18:00

Jólahlaðborð virkra Eflingarfélaga

— Atburður liðinn — 14. des 2023

Efling – stéttarfélag efnir til glæsilegs jólahlaðborðs fyrir Eflingarfélaga sem eru virkir í starfi félagsins.

Jólahlaðborðið verður haldið fimmtudagskvöldið 14. desember klukkan 18:00 á Hilton Reykjavík Nordica (Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík).

Til virkra Eflingarfélaga teljast meðlimir í trúnaðarráði og samninganefnd félagsins sem hafa gefið af tíma sínum með virkri þátttöku í félagslegu starfi Eflingar. Einnig falla þar undir trúnaðarmenn með gilt skipunarbréf sem hafa mætt á trúnaðarmannanámskeið félagsins.

Virkir félagsmenn geta tekið með sér einn viðbótar boðsgest, en athugið boðsgesturinn verður að vera Eflingarfélagi.

Boð hefur verið sent í tölvupósti frá formanni. Virkir félagsmenn sem fengið hafa boð eru beðnir að staðfesta komu með því að fylla inn eyðublaðið hér fyrir neðan. Þegar eyðublaðinu er skilað kemur sjálfkrafa staðfesting í tölvupósti á virkan félagsmann og á boðsgest, og jafngildir þessi staðfestingarpóstur aðgöngumiða á jólahlaðborðið. Skila þarf inn eyðublaðinu ekki síðar en föstudaginn 8. desember.

Jólahlaðborð virkra félagsmanna :: Christmas buffet of active members

Upplýsingar um virkan félagsmann :: Information about active member

Staðfesting verður send á þetta netfang :: Confirmation will be sent to this email address
Staðfestu netfang til að koma í veg fyrir innsláttarvillur :: Confirm email address to prevent typing errors
Virkur félagsmaður er … :: Active member is …
Ég býð gesti :: I am inviting a guest

Upplýsingar um boðsgest :: Information about invited guest

Kennitölu boðsgests verður flett upp til staðfestingar á því að að hann sé félagi í Eflingu. Við látum þig vita ef gesturinn er ekki á félagaskrá.

The kennitala of the invited guest will be looked up to verify that they are members of Efling. We will let you know if the guest is not in the membership registry.

Staðfesting verður send á þetta netfang :: Confirmation will be sent to this email address
Staðfestu netfang til að koma í veg fyrir innsláttarvillur :: Confirm email address to prevent typing errors
Byrja upp á nýtt :: Start Over