Efling býður öllu félagsfólki á opinn kynningarfundar um nýundirritaðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna starfa á almennum vinnnumarkaði.
Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 12. mars í Félagsheimili Eflingar, 4. hæð í Guðrúnartúni 1. Fundurinn hefst klukkan 18 og húsið opnar klukkan 17:30. Létt hressing og drykkir í anddyri.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, stýrir fundi. Textatúlkun verður á skjá milli ensku og íslensku.
Fundurinn er jafnframt sameiginlegur fundur samninganefndar og trúnaðarráðs. Gestir eru beðnir að skrá sig á fundinn með eyðublaðinu hér fyrir neðan.