29. sep Kl — 14:00

Matur og menning

— Atburður liðinn — 29. sep 2024

Efling býður áhugasömum félögum að vera með í skemmtiviðburðinum Matur og menning sem haldinn verður sunnudaginn 29. september. Á viðburðinum bjóða Eflingarfélagar upp á mat frá sínu upprunalandi. Þar er af nógu taka því Eflingarfélagar frá 13 mismunandi upprunalöndum hafa þegar skráð sig til að elda mat!

Húsið verður opnað fyrir gestum klukkan 14:00 og mun viðburðurinn standa til klukkan 16:00. Tímasetningin er sunnudagur 29. september og staðsetning er Félagsheimili Eflingar, 4. hæð í Guðrúnartúni 1.

Maturinn verður á boðstólum án greiðslu og ókeypis er á viðburðinn fyrir Eflingarfélaga, en það er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram. Leyfilegt er að taka með sér gesti. Skráið fjöldann sem kemur með ykkur í eyðublaðið hér að neðan (hámark 5).

VEGNA MIKILLAR AÐSÓKNAR OG PLÁSSLEYSIS ER LOKAÐ FYRIR FLEIRI SKRÁNINGAR AÐ SVO STÖDDU

Upplýsingar fyrir þá sem vilja koma með mat:

  • Ennþá opið fyrir skráningar til hádegis 25. september.
  • Félagið greiðir efniskostnað við matargerð gegn skilum á kvittun.
  • Efling útvegar diska, hnífapör, servíettur og drykki.