22. jan Kl — 19:00

Réttindi og skyldur á vinnumarkaði (pólska) :: Athugið, breytt staðsetning.

— Atburður liðinn — 22. jan 2025

22.01.2025, kl. 19-21

Efling býður félagsfólki á námskeið um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Námskeiðið er kennt á pólsku.

Athugið breytta staðsetningu vegna framkvæmda í Guðrúnartúni. Viðburðurinn verður í Fosshóteli Reykjavík á Þórunnargötu 1. Í salnum Gullfoss B. Hótelið er í göngufæri frá Guðrúnartúni og hægt að leggja þar.

Námskeiðið er liður í því að veita félögum í Eflingu upplýsingar um réttindi þeirra á vinnumarkaði og hjá stéttarfélaginu. Sérfræðingar Eflingar í kjaramálum fara yfir helstu atriði kjarasamninga, s.s. veikindarétt, uppsagnarfrest og fleira ásamt því að kynna réttindi félagsmanna í sjóðum félagsins.

Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Skráning á vefnum, sjá eyðublað hér fyrir neðan, eða hjá Eflingu stéttarfélagi í síma 510 7500 eða með tölvupósti á netfangið felagsmal@efling.is.

Please select a valid form