22.01.2025, kl. 19-21
Efling býður félagsfólki á námskeið um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Boðið er upp á námskeiðið á íslensku með enskum túlk.
Námskeiðið er liður í því að veita félögum í Eflingu upplýsingar um réttindi þeirra á vinnumarkaði og hjá stéttarfélaginu. Sérfræðingar Eflingar í kjaramálum fara yfir helstu atriði kjarasamninga, s.s. veikindarétt, uppsagnarfrest og fleira ásamt því að kynna réttindi félagsmanna í sjóðum félagsins.
Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu.
Skráning á vefnum, sjá eyðublað hér fyrir neðan, eða hjá Eflingu stéttarfélagi í síma 510 7500 eða með tölvupósti á netfangið felagsmal@efling.is.