Kennslutímabil: 30. september til 11. desember 2024
Kennsludagar: Mánudagar, þriðjudagar og miðvikudagar kl. 12:40–16:00.
Námskeiðin eru ætluð þeim sem aðstoða, annast um eða hlynna að sjúkum, fötluðum og öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum. Einnig þeim sem aðstoða skjólstæðinga við innkaup, þrif og persónulega umhirðu. Þátttakendur þurfa að ljúka fyrra námskeiðinu til þess að halda áfram á því seinna. Meðal námsþátta eru aðstoð og umönnun, skyndihjálp, sjálfstyrking og samskipti, líkamsbeiting og fleira. Fagnámskeiðin eru undanfari að námi í félagsliðabrú. Námskeiðin eru ætluð félagsmönnum Eflingar sem starfa við heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Kennsla fer fram hjá Mími, Höfðabakka 9.
Sæktu um núna!
Námið er ætlað Eflingarfélögum sem vinna við umönnun. Starfsmenntasjóðir Eflingar greiða námskeiðsgjald að fullu fyrir félaga sem starfa hjá opinberum launagreiðendum. Umsóknir eru gerðar í gegnum vef Mímis og svarar starfsfólk Mímis spuringum um umsóknarferlið:
Eflingarfélagar setja inn greiðslukóðann efling15 með umsókn og smella á „Bæta greiðslukóða við umsókn“.
Með notkun kóðans samþykkir félagsmaður að Mímir og Efling skiptist á upplýsingum til að staðfesta iðgjaldagreiðslur félagsmanns í viðkomandi starfsmenntasjóði. Skipst er á þeim upplýsingum með öruggum hætti í samræmi við persónuverndarstefnu Eflingar og Mímis.