Mínar síður nú aðgengilegar á pólsku

30. 09, 2021

Tvær spennandi nýjungar hafa nú bæst við á Mínum síðum sem eykur þjónustu við félagsmenn enn meir en áður.

Búið er að bæta við þriðja tungumálinu; pólsku og framvegis verður því hægt að sækja allar upplýsingar á pólsku auk íslensku og ensku. Yfirsýn félagsmanna eykst jafnframt til muna þar sem nýtt svæði „Mín mál“ bætist við síðuna sem sýnir yfirlit og stöðu þeirra umsókna um styrki sem hafa borist í gegn um Mínar síður.

Í gegnum Mínar síður er hægt að sækja um algengustu styrki úr sjóðum félagsins alfarið með rafrænum hætti. Hægt er að sjá hve mikinn rétt til helstu styrkja félagsmenn eiga inni auk þess sem þeir geta séð yfirlit um iðgjöld sín til félagsins og uppfært nauðsynlegar persónuupplýsingar með auðveldum hætti.