Uppstillingarnefnd Eflingar hefur ákveðið að auglýsa eftir tilnefningum til setu í stjórn Eflingar á A lista. Þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem þessi leið er farin.
Með þessum hætti er lýðræðislegur réttur félagsfólks tryggður til að taka þátt í starfi Eflingar og eykur einnig möguleika áhugasamra félagsmanna sem hafa hingað til ekki haft tækifæri til að vera virkir í starfi Eflingar til þess að hafa áhrif innan félagsins.
Allir fullgildir félagsmenn geta tilnefnt sjálfan sig eða annan fullgildan félagsmann. Uppstillingarnefnd metur hæfi þeirra sem tilnefndir eru og horfir auk þess til þess að stjórnin endurspegli félagsmenn með tilliti til uppruna, kyns, starfsgreina, aldurs og annarra þátta.
Áhugasamir sendi tilnefningar á efling@efling.is eða til skrifstofu Eflingar.
Skilafrestur tilnefninga er mánudagurinn 3. janúar 2022.
Tilnefningunni þarf að fylgja:
Nafn, kennitala, vinnustaður, netfang og sími, ásamt stuttum texta um ástæður þess að viðkomandi gefi kost á sér.