Ert þú búin/n að fá orlofsuppbótina greidda?

Full orlofsuppbót árið 2022 hjá starfsfólki í einkafyrirtækjum (SA), ríkinu, hjúkrunarheimilum, Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum er 53.000 kr. og á uppbótin að koma til greiðslu 1. júní ár hvert. Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu, 1. maí  – 30. apríl hvert ár, eiga rétt á fullri uppbót annars greiðist hún í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og orlof reiknast ekki ofan á orlofsuppbótina. Orlofsuppbót á að gera upp við starfslok.

Hægt er að lesa sér betur til um orlofsuppbótina eftir því hvar fólk starfar:

Á almennum vinnumarkaði

Hótel og veitingahúsum

Ríki, hjúkrunarheimili og Reykjavíkurborg

Önnur sveitarfélög