Námskeið um grundvallaratriðin í skipulagningu verkalýðsfélaga

28. 11, 2022

Efling stefnir á að skrá hóp félagsfólks á vefnámskeið um grundvallaratriði í skipulagningu verkalýðsbaráttu eftir áramót. Námskeiðið er á vegum Rosa Luxemburg stofnunarinnar og verður haldið á 6 miðvikudögum í röð á tímabilinu 8. febrúar til 15. mars 2023. Teymið sem kennir námskeiðið er það sama og hélt vel heppnað námskeið um kjaraviðræður sem hópur frá Eflingu sótti í október. Þar er fremst í flokki Jane McAlevey, einn virtasti höfundur og fyrirlesari heims um árangursríka verkalýðsbaráttu.

Allir félagsmenn Eflingar geta sótt um að taka þátt í námskeiðinu, en hámarksfjöldi þátttakenda sem tekið geta þátt á vegum Eflingar er 20. Áhugasamir eru beðnir um að fylla út eyðublaðið hér að neðan og haka við hvort þeir hafi verið trúnaðarmenn, í trúnaðarráði og/eða í samninganefndum. Hópurinn mun hittast í félagsheimili Eflingar og taka þátt í námskeiðinu í gegnum fjarfundabúnað. Boðið verður upp á mat og veitingar og jafnframt verður textatúlkun á milli ensku og íslensku.

Upplýsingar um námskeiðið á vefsíðu Jane McAlevey.

Umsókn um þátttöku í námskeiðinu Organizing for Power’s Core Fundamentals

Please select a valid form