Efling – stéttarfélag biður félagsfólk að veita félaginu upplýsingar um hvort atvinnurekandi þeirra ætli að framfylgja verkbanni eða ekki, og hvort atvinnurekandi ætli að skilja starfsfólk eftir launalaust komi til þess.
Svörum er skilað í gegnum eyðublaðið hér fyrir neðan. Valkvætt er hvort svarendur vilja láta netfang sitt fylgja svarinu. Ef netfang fylgir ekki þá eru svörin nafnlaus og ópersónugreinanleg. Jafnvel þótt þið vitið ekki svörin við spurningunum, þá er mikilvægt að fá svör ykkar. Vinsamlegast sendið okkur svar jafnvel þótt það sé „veit ekki“.
Efling þakkar félagsfólki fyrirfram fyrir að veita félaginu þessar dýrmætu upplýsingar.