Fyrir útreikninga launa má hér fyrir neðan sjá launatöflu Samtaka atvinnulífsins frá nóvember 2022.
Hér má sjá uppfærða kauptaxta fyrir alla launaflokka og á bls. 3 – 6 má finna kauptaxta til útreikninga fyrir starfsfólk í eftirfarandi störfum:
Ræstingarstörf, byggingastarfsmenn, tækjastjórnendur, hópbifreiðastjórar, iðnverkafólk, starfsfólk smurstöðva, ryðvarnarskálum og dekkverkstæðum, bensínafgreiðslustörfum, hafnarvinnu Samskipa, hafnarvinnu Eimskipa, öryggisvörðum Securitas, fiskvinnslufólk, fiskeldisstörf, starfsfólk í mötuneytum, starfsfólk í olíustöðvum, hótel- og veitingahús og starfsmenn í umönnun.
Allar helstu upplýsingar um breytingar á kjaratengdnum liðum er að finna í miðlunartillögunni hér fyrir neðan. Mánaðarlaun þeirra sem ekki fá laun eftir lágmarkskauptöxtum kjarasamnings hækka um 33.000 krónur frá 1. nóvember 2022. Við bendum á fyrir launaútreikninga er deilitalan fyrir Hótel- og veitingahús 172 en fyrir öll önnur starfsheiti sem fylgja Kjarasamning SA og Eflingar er deilitalan 173.33.
Allar fyrirspurnir berast á atvinnulif@efling.is