Miðlunartillaga og launatafla SA og Eflingar frá nóv 2022

15. 03, 2023

Fyrir útreikninga launa má hér fyrir neðan sjá launatöflu Samtaka atvinnulífsins frá nóvember 2022.

Hér má sjá uppfærða kauptaxta fyrir alla launaflokka og á bls. 3 – 6 má finna kauptaxta til útreikninga fyrir starfsfólk í eftirfarandi störfum:

Ræstingarstörf, byggingastarfsmenn, tækjastjórnendur, hópbifreiðastjórar, iðnverkafólk, starfsfólk smurstöðva, ryðvarnarskálum og dekkverkstæðum, bensínafgreiðslustörfum, hafnarvinnu Samskipa, hafnarvinnu Eimskipa, öryggisvörðum Securitas, fiskvinnslufólk, fiskeldisstörf, starfsfólk í mötuneytum, starfsfólk í olíustöðvum, hótel- og veitingahús og starfsmenn í umönnun.

Allar helstu upplýsingar um breytingar á kjaratengdnum liðum er að finna í miðlunartillögunni hér fyrir neðan. Mánaðarlaun þeirra sem ekki fá laun eftir lágmarkskauptöxtum kjarasamnings hækka um 33.000 krónur frá 1. nóvember 2022. Við bendum á fyrir launaútreikninga er deilitalan fyrir Hótel- og veitingahús 172 en fyrir öll önnur starfsheiti sem fylgja Kjarasamning SA og Eflingar er deilitalan 173.33.

Allar fyrirspurnir berast á atvinnulif@efling.is