Aðild að SGS fer í atkvæðagreiðslu

25. 04, 2023

Félagsfundur Eflingar – stéttarfélags samþykkti í gærkvöldi 24. apríl að boða til atkvæðagreiðslu um aðild félagsins að Starfsgreinasambandi Íslands (SGS). Fundurinn var vel sóttur og var ákvörðun fundarins samþykkt einróma.

Ályktun fundarins var svohljóðandi:

„Félagsfundur Eflingar, haldinn 24. apríl 2023, samþykkir að haldin verði allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsfólks Eflingar um úrsögn Eflingar úr SGS. Stjórn Eflingar fær umboð fundarins til að ákveða útfærslu og framkvæmd allsherjaratkvæðagreiðslunnar samkvæmt reglugerð ASÍ um allsherjaratkvæðagreiðslur.“

Efling greiðir meira en 50 milljónir króna á ári til SGS en sækir litla sem enga þjónustu þaðan.

Upplýsingar um tímasetningu og framkvæmd atkvæðagreiðslunnar verða auglýstar fyrir félagsfólki um leið og þær liggja fyrir.