Kjarasamningur undirritaður við ríkið

31. 05, 2023

Efling stéttarfélag skrifaði undir kjarasamning við ríkið í gærkvöldi, 30 maí. Líkt og í öðrum kjarasamningum sem hafa verið gerðir er áherslan fyrst og fremst á að semja um hærri laun. Í þessum samningi má sjá alla launahækkunina í töflu. Hækkun á mánaðarlaunum í launatöflu er frá 40.000 kr til um 47.000 kr. Það sem hækkunin er á mánaðarlaunum tekur yfirvinna og vaktaálag samsvarandi hlutfallslegum hækkunum.

Kjarasamningurinn verður settur í atvæðagreiðslu sem mun birtast á vefsíðu Eflingar innan skamms.

Hér má skoða samninginn

Á myndinni má sjá samninganefnd Eflingar við ríkið