Kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga

19. 05, 2023

Efling stéttarfélag og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu kjarasamning miðvikudagskvöldið 17. maí.

Eins og í öðrum kjarasamningum sem að undirritaðir hafa verið er fyrst og fremst verið að hækka laun.

Hækkunin er hér gerð með þrennum hætti:

  1. Með hækkun launatöflu frá 35.000 kr til 42.500 kr.
  2. Sérstakar greiðslur lægstu launa hækka um 4.500 kr á launaflokka 117 til 124 en minna á launaflokka eftir það. Þessar sérstöku greiðslur koma nú inn í kjarasamninginn en voru áður í formi yfirlýsingar frá viðeigandi sveitarfélögum.
  3. Jafnframt var í samstarfsnefnd samið um 3.000 kr hækkun framlags í félagsmannasjóð en úr honum er greitt í febrúar ár hvert.

Samandregið er um að ræða hækkun hjá félagsfólki Eflingar frá 42.300 kr til 47.700 kr. Um er að ræða mánaðarlegar hækkanir.

Rafræn kosning verður haldin meðal félagsfólks sem starfar eftir kjarasamningnum. Hún mun hefjast fimmtudaginn 25. maí kl 14 og standa yfir til kl. 11 á fimmtudaginn 1. júní. Tengill að kosningasíðu mun birtast hér þegar kosningin hefst.

Hér má skoða samninginn