Kjarasamningur við SSSK

13. 06, 2023

Þriðjudaginn 6. júní var undirritaður kjarasamningur milli Eflingar og Samtaka sjálfstæðra skóla (SSSK). Kjarasamningurinn felur í sér sömu hækkanir og voru í kjarasamningi Eflingar við Reykjavíkurborg.

Rafræn kosning verður haldin meðal félagsfólks sem starfar eftir kjarasamningnum. Hún mun hefjast þriðjudaginn 13. júní kl 14 og standa yfir til kl. 11 mánudaginn 19. júní.