Ljósmyndasamkeppni Eflingar 2023

Eins og undanfarin ár heldur Efling ljósmyndasamkeppni á meðal félagsfólks. Myndirnar eiga að endurspegla frí innanlands og því er tilvalið að nota sumarbústaðaferðina í sumar til myndatöku. Að þessu sinni verða verðlaun veitt fyrir fyrsta og annað sætið. Myndirnar verða svo birtar á miðlum Eflingar.

Fyrstu verðlaun: 50.000 kr

Önnur verðlaun: 25.000 kr

Skila þarf myndinni ásamt upplýsingum um nafn og símanúmer í tölvupósti á netfangið efling@efling.is með viðfangsefninu „Ljósmyndakeppni“.

Myndirnar skulu vera í góðum gæðum og ekki er heimilt að senda fleiri en þrjár myndir frá hverjum keppanda. Síðasti skilafrestur er 31. ágúst. Í dómnefnd sitja Sólveig Anna Jónsdóttir, Magdalena Kwiatkowska og Ragnheiður Hera Gísladóttir. Dómnefnd mun tilkynna um vinningshafa 8. september. 

Hér fyrir neðan má sjá glæsilegu sigurmyndina frá því í fyrra eftir Nicholai Xuereb sem sýnir  hnúfubak að leik í sólsetri við Faxaflóa.