Nám – félagsliðagátt

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 25. ÁGÚST

Markmið námsins er að auka þekkingu, færni og fagkunnáttu þeirra sem sinna einstaklingum sem þurfa aðstoð eða sérhæfða þjónustu við athafnir daglegs lífs.

UM NÁMIÐ
Félagsliðagátt er fyrir þá sem hafa náð 22 ára aldri og eru með a.m.k þriggja ára starfsreynslu við umönnunarstörf. Nemendur þurfa einnig að hafa lokið 190 klukkustunda starfstengdum námskeiðum.

Hjá Mími ljúka nemendur 4 önnum af 6, en til að útskrifast sem félagsliði ljúka nemendur síðustu tveimur önnunum í framhaldsskóla. Námið hjá Mími jafngildir 86 framhaldsskólaeiningum.

UPPBYGGING NÁMS
Kennslan er blanda af fjar- og staðnámi. Hver áfangi er kenndur í 4 vikur. Í upphafi og lok áfanga er skyldumæting í tíma sídegis á virkum degi. Þess á milli fer námið fram á netinu. Nemendur hlusta á fyrirlestra heima, taka þátt í umræðum á netinu og vinna verkefni. Á milli staðnámstíma verða vinnustofur á Teams þar sem nemendur hitta kennara.

FÖG KENND Á HAUSTÖNN 2023

  • Upplýsingatækni
  • Íslenska fyrir félagsliða
  • Samvinna og samskipti
  • Öldrun

FÖG KENND Á VORÖNN 2024

  • Enska fyrir félagsliða
  • Fjölskyldan og félagsleg þjónusta
  • Fötlun
  • Gagnrýnin hugsun og siðfræði
  • Óhefðbundin samskipti

SKRÁÐU ÞIG NÚNA!
Námið hefst 28. ágúst og haustönn lýkur 13. desember.
ATH. Efling greiðir nemendagjaldið að fullu fyrir sitt félagsfólk.