28. ágú Kl — 00:00

Félagsliðagátt haustönn 2023

— Atburður liðinn — 28. ágú 2023

Kennslutímabil: 28. ágúst til 13. desember 2023
Umsóknarfrestur er til 25. ágúst.

Félagsliðagátt er ætluð er fólki sem vinnur við umönnun t.d. á öldrunarheimilum, í heimaþjónustu eða við heimahlynningu.

Markmið námsins er að auka þekkingu, færni og fagkunáttu þeirra sem sinna einstaklingum sem þurfa aðstoð eða sérhæfða þjónustu við athafnir daglegs lífs. Starfsvettvangur félagsliða spannar vítt svið félagslegrar endurhæfingar og virkniúrræða fyrir þá sem vegna félagslegra aðstæðna, veikinda, öldrunar, þroskaraskana eða hvers kona áfalla, þurfa á sérstökum stuðningi að halda.

Um félagsliðagátt

Félagsliðagátt er fyrir þá sem hafa náð 22 ára aldri og eru með a.m.k. þriggja ára starfsreynslu við umönnunarstörf. Nemendur þurfa einnig að hafa lokið 190 klukkustundum af starfstengdum námskeiðum, til að mynda Fagnámskeiðum 1 og 2 í umönnun. Eins eru framhaldskólaeiningar metnar ef áfangar eru þeir sömu eða sambærilegir við þá sem kenndir eru á brautinni.

Hjá Mími ljúka nemendur 4 önnum af 6, en til að útskrifast sem félagsliði ljúka nemendur síðustu tveimur önnunum í framhaldsskóla. Námið hjá Mími jafngildir 86 framhaldsskólaeiningum.

Uppbygging námsins

Kennslan er blanda af fjar- og staðnámi. Hver áfangi er kenndur í 4 vikur. Í upphafi og lok áfanga er skyldumæting í tíma síðdegis á virkum degi. Þess á milli fer námið fram á netinu. Nemendur hlusta á fyrirlestra heima, taka þátt í umræðum á netinu og vinna verkefni. Á milli staðnámstíma verða vinnustofur á Teams þar sem nemendur hitta kennara.

Staðlotur eru kenndar hjá Mími, Höfðabakka 9. Sjá á korti.

Námið er kennt á íslensku.

Sæktu um núna!

Námið er ætlað Eflingarfélögum sem vinna við umönnun. Starfsmenntasjóðir Eflingar greiða námskeiðsgjald að fullu fyrir þá félaga sem starfa hjá opinberum launagreiðendum. Umsóknir eru gerðar í gegnum vef Mímis og svarar starfsfólk Mímis spuringum um umsóknarferlið: https://www.mimir.is/is/nam/namsbrautir/felagslidagatt

Eflingarfélagar setja inn greiðslukóðann Efling2023 með umsókn og smella á „Bæta greiðslukóða við umsókn“.

Með notkun kóðans samþykkir félagsmaður að Mímir og Efling skiptist á upplýsingum til að staðfesta iðgjaldagreiðslur félagsmanns í viðkomandi starfsmenntasjóði. Skipst er á þeim upplýsingum með öruggum hætti í samræmi við persónuverndarstefnu Eflingar og Mímis.