Skrifað undir við hjúkrunarheimili

12. 06, 2023

Á föstudaginn 9. júní undirritaði samninganefnd Eflingar kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) vegna starfa Eflingarfélaga á hjúkrunarheimilum.

Samningurinn fylgir fyrirmynd kjarasamnings við ríkið sem undirritaður var 30. maí, og fylgja honum sömu hækkanir.

Breyting frá fyrri samningi við SFV er að nú nær hann til Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði.

Áætlað er að rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn meðal félagsfólks hefjist á miðvikudaginn 14. júní og standi fram á hádegi þriðjudaginn 20. júní. Settur verður tengill inn í þessa frétt og honum jafnframt deilt í tölvupósti með félagsfólki sem er með skráð netföng hjá félaginu.

Skoða má texta samningsins hér.

Á myndinni sjást samninganefndir Eflingar og SFV við undirritun samnings síðla dags á föstudag.