Viltu vera með í baráttunni?

13. 06, 2023

Kjarasamningar Eflingar verða lausir á ný næsta vetur. Það er mikilvægasta tækifæri félagsfólks til að berjast fyrir bættum kjörum. Vilt þú taka þátt í baráttunni?

Leið Eflingar í kjarasamningagerð er að starfa opið og í stórum hópum félagsfólks. Besta leiðin til að bæta eigin kjör er að vera með. Með virkri og beinni þátttöku sem flestra Eflingarfélaga tryggjum við gagnsæi, lýðræði og góð vinnubrögð.

Allir Eflingarfélagar geta tilnefnt sig í samninganefnd og er það gert í gegnum eyðublaðið hér fyrir neðan. Öllum sem tilnefna sig er boðið á kynningarfund þriðjudaginn 20. júní klukkan 18:00 í Félagsheimili Eflingar, 4. hæð í Guðrúnartúni 1.

Fjallað er um störf samninganefndar í lögum Eflingar og almennt er fjallað um vinnudeilur og kjaraviðræður í lögum nr. 80 frá 1938.

Tilnefningar í samninganefnd 2023-2024
Staðfestu netfang til að koma í veg fyrir innsláttarvillur :: Confirm email to prevent typing errors :: Powtórz email aby uniknąć błędów w pisowni
Reynsla :: Experience :: Doświadczenie