Desemberuppbót 2023

20. 10, 2023

Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðast við 45 unnar vikur. Tímabilið nær frá 1. janúar til 31. desember. Desemberuppbót er föst fjárhæð og orlof reiknast ekki ofan á desemberuppbótina. Uppbótin er greidd miðað við starfshlutfall og starfstíma. Desemberuppbót á að gera upp við starfslok.

Desemberuppbót Eflingarfélaga eftir mismunandi geirum:

Desemberuppbót á almenna markaði samkvæmt samningi Eflingar og SA

Desemberuppbót árið 2023: 103.000 kr

Fullt starf telst 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Þeir sem eru í starfi fyrstu viku í desember eða hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eiga rétt á uppbót eigi síðar en 15. desember. Fullt ársstarf m.v. 45 vikur eða 1800 klst. á tímabilinu 1. janúar – 31. desember.

Dæmi um útreikninga:

Dæmi 1: Starfsmaður byrjar í nýju starfi 1. september og hyggst starfa til áramóta. Tímabilið frá 1. sept. til 31. des samsvara 17 vikum. Hlutfall uppbótar hans er 37,8% (17 vikur / 45 vikur). Desemberuppbót hans er því
103.000 kr x 0,378 = 38.911 kr

Dæmi 2:
Starfsmaður hefur unnið í 30 vikur í 70% starfi.
103.000/45 x 30 x 70% = 48.067 kr.

Dæmi 3: Starfsmaður hefur unnið 800 stundir óreglulega í 30 vikur. Ef starfsmaður hefur unnið mjög óreglulega er oft betra að miða við klukkustundir. 45 vikur í fullu starfi gera 45*40=1.800 tímar.
103.000/1.800 x 800 klst = 45.778 kr.

Desemberuppbót hjá Reykjavíkurborg

Desemberuppbót árið 2023: 115.000 kr

Þeir sem eru við störf fyrstu viku nóvember eða hafa starfað í 13 vikur samfellt á árinu skulu fá greidda desemberuppbót 1. desember ár hvert. Full uppbót miðast við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október. Ávinnslutímabilið er fyrstu 10 mánuðir ársins.

Dæmi um útreikninga:

Dæmi 1: Starfsmaður vinnur frá 1. janúar til 1. október 2023 sem samsvarar fullu starfi í 39 vikur. Þar af tók hann sumarleyfi í 4 vikur. Hann fær því 77,8% af fullri uppbót (35 vikur / 45 vikur) eða kr. 115.000 x 0,778 =  89.470 kr.

Dæmi 2: Starfsmaður hefur verið í 70% starfi í frá 1. mars eða í 8 mánuði af fyrstu 10 á árinu.
115.000/10 x 8 x 70% = 64.400 kr

Desemberuppbót hjá Ríki og hjúkrunarheimilum

Desemberuppbót árið 2023: 103.000 kr

Þeir sem eru við störf fyrstu viku nóvember eða hafa starfað í 13 vikur samfellt á árinu skulu fá greidda desemberuppbót 1. desember ár hvert. Full uppbót miðast við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október. Ávinnslutímabilið er fyrstu 10 mánuðir ársins.

Dæmi um útreikning:
Starfsmaður hefur verið í 70% starfi í frá 1. mars eða í 8 mánuði af fyrstu 10 á árinu.
103.000/10 x 8 x 70% = 57.680 kr

Desemberuppbót hjá sveitafélögum öðrum en Reykjavíkurborg

Desemberuppbót árið 2023: 131.000 kr

Starfsmaður í 100% starfshlutfalli fær greidda persónuuppbót 1. desember ár hvert. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma síðustu 12 mánuði fyrir greiðsludag. Ávinnslutímabilið er frá 1. desember árið á undan.

Dæmi um útreikning:
Starfsmaður hefur verið í 70% starfi í frá 1. mars eða í 9 mánuði.
131.000/12 x 9 x 70% = 68.775 kr