Félagsmenn sem vinna hjá einkafyrirtækum geta ekki lengur sótt styrk vegna erlends netnáms. Stjórn Starfsafls, starfsmenntasjóðurinn sem styrkir félagsmenn sem vinna hjá einkafyrirtækjum, tók ákvörðunina og tekur hún gildi strax.
Stjórn Starfsafls hefur ákveðið að endurskoða styrkveitingu til einstaklinga er varðar erlent netnám.
Starfsafl mun ekki styrkja nám eða námskeið sem fer fram á erlendum vefsíðum, að undanskildu háskólanámi hjá viðurkenndum háskólum. Sú ákvörðun tekur strax gildi. Stjórn Starfsafls mun skoða styrkveitingu fyrir erlent netnám heildstætt á næstu mánuðum og mun endurmeta ákvörðunina þegar þeirri vinnu er lokið.
Félagsmenn í aðildarfélögum Starfsafls; Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, geta því ekki sótt um styrki vegna netnáms eða námskeiða sem fram fer á erlendum vefsíðum (nema um sé að ræða viðurkennt háskólanám) og verður öllum slíkum umsóknum hafnað. Áfram verður styrkt netnám / starfrænt nám sem fram fer á íslenskum vefsíðum þar sem skilyrði sjóðsins um nám og námskeið eru uppfyllt.