Breytingar á reglum vegna fræðslustyrkja

16. 11, 2023

Á fundi Starfsafls 16. nóvember var sú ákvörðun tekin að aðeins yrði tekið við staðfestingu á greiðslu frá íslenskum bönkum fyrir umsóknir vegna fræðslustyrkja.

Með öllum umsóknum þarf að fylgja staðfesting á greiðslu reiknings og eftir 14. nóvember þurfa allar greiðslukvittanir vegna reikninga sem gefnir eru út eftir þann dag, að vera úr íslenskum banka. Því verður ekki hægt að afgreiða umsóknir um fræðslustyrki þar sem aðeins er staðfesting greiðslu frá erlendum bönkum.

Enn verður tekið við reikningum þar sem greiðsla er staðfest á reikningnum sjálfum og greiðslustaðfestingum frá íslenskum bönkum. Starfsafl styrkir fræðslu félagsfólks á almenna markaðnum.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Starfsafli hér fyrir neðan: