Trúnaðarráð Eflingar tekur undir þá fordæmingu sem stjórnarmeðlimir Eflingar sendu frá sér 5. desember vegna þeirrar aðfarar gegn Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, sem yfirmenn skrifstofu Gildis – lífeyrissjóðs standa að.
Að mótmæla er lýðræðislegur réttur fólks. Okkur finnst lágkúrulegt að tilraunir verkafólks í Grindavík og velunnara þeirra til að leita réttlætis séu notaðar til að vega að þessum rétti og til þess að koma höggi á Ragnar Þór persónulega.
Samþykkt einróma á fundi Trúnaðarráðs Eflingar 7. desember 2023.