Efling flaggar palestínska fánanum í samstöðuskyni

18. 01, 2024

Síðastliðinn mánudag, þann 15. janúar, voru 100 dagar liðnir frá upphafi núverandi hernaðaraðgerða Ísraela gegn almenningi á Gaza. Í þessum hernaðaraðgerðum hefur ísraelski herinn drepið hátt í 30.000 íbúa Gaza, þar af allt að 15.000 börn. Af þessu tilefni ákváðu heildarsamtök og félög launafólks um allan heim að sýna samstöðu með því að flagga palestínska fánanum. Efling tók þátt í þessari samstöðuaðgerð. Fáninn var dreginn að húni í Guðrúnartúni 1 á hádegi umræddan dag. Með þeirri táknrænu aðgerð vildu samtök launafólks sýna almenningi í Palestínu stuðning auk þess að skora á íslensk stjórnvöld til að beita sér af auknum þunga í þágu vopnahlés og lausnar á því skelfilega ástandi sem ríkir á Gaza.