Efling vinnur sífellt að því að bæta verkferla til að efla þjónustu við félagsfólk. Unnið hefur verið staðfast að því að skilvirkni- og sjálfvirknivæða verkefni og ferli mála hjá vinnuréttindasviði sem hefur skilað sér í hraðari úrvinnslu og styttri málameðferðatíma. Félagsfólk sem sækir skrifstofu Eflingar með erindi sín er aðstoðað eins fljótt og kostur er. Erindum sem koma símleiðis er svarað sama dag. Nú er tölvupóstum svarað innan 24 klst en svörun á flóknari málum tekur um viku að svara. Mál sem fara til lögmanna Eflingar og enda fyrir dómi tekur um 6 – 12 mánuði að klára eða fá dóm í málið.
Afgreiðsla mála sem koma inn á borð Vinnuréttindasviðs hefur hraðað talsvert síðastliðið ár. Frá júlí í fyrra hefur orðið mikil breyting á hlutfalli mála sem berast inn til sviðsins á móti þeim sem eru kláruð og send út. Fram til júní 2023 var fjöldi mála sem kom inn meiri en fjöldinn sem fór út. Vinnsla mála hefur því orðið mun hraðari og skilvirkari.
Nýja félagakerfið og Mínar síður sem Efling tók upp í byrjun janúar á árinu er hannað til að gera ferli mála enn hraðara og skilvirkara svo því má búast við enn bættari afköstum á árinu.
Á myndinni má sjá að á fyrri part ársins 2023, eða allt til júní, voru mál sem bárust inn á borð Vinnuréttindasviðs (rauðu súlurnar) fleiri en mál sem voru kláruð og send út (bláu súlurnar). Umbreyting varð á í júlí þar sem mál sem voru send út (bláu súlurnar) voru talsvert fleiri en málin sem bárust inn (rauðu súlurnar).